fimmtudagur, 30. ágúst 2007

Verkefni dagsins

já ég fer alveg að eignast líf og hætta að blogga á hverjum degi!

Þar sem skipulagt fjör er ekki alveg minn tebolli ákvað ég að skrópa í dag, það er einhver bátsferð á dagskrá en það er rigning og ég nenni ekki alveg kurteisishjali. Ég hitti þau kannski á barnum í kvöld...eða ekki. Fúll á móti? Já ég hef alltaf verið það!

Ég lofa að mæta á morgun en þá eru skoðunarferðir og ég skal vera búin að kaupa regnhlíf fjandinn hafi það. Ég fór í búð áðan til að kaupa í matinn og það var glampandi sól og blíða svo ég fór bara á bolnum. Þegar ég kom svo út úr búðinni var auðvitað komin grenjandi rigning...ég verð, verð, verð bara að kaupa regnhlíf í dag.

En ég er með nokkur verkefni til þess að leysa í dag svo að mér þarf ekki að leiðast. Eftir að ég hef keypt regnhlíf mun ég stofna bankareikning og ég er sérstaklega spennt fyrir þessu verkefni. Það er mjög misjafnt hvort fólk tali ensku hér í landi og það verður gaman að sjá hvort bankastarfsmenn búi yfir þeirri getu. Þegar ég fer í banka á Íslandi fæ ég yfirleitt spurningar sem ég get ekki svarað og mæti þá þessum íslenska bankahroka. Unglingar þurfa að eiga við þennan hroka allan daginn. Fólk fattar almennt ekki að ég er ekki 18 og sérstaklega ekki bankafólk sem er mjög skrítið þar sem það hefur kennitöluna mína fyrir framan sig. Nú er ég farin að röfla, best að hætta því.

Það verður sem sagt spennandi að sjá hvort lettneskir bankastarfsmenn fari á sama hrokanámskeiðið og þeir íslensku. Þriðja verkefnið verður að fara í bókabúðina sem ég sá um daginn sem ég held að selji útlenskar bækur. Þar ætla ég að finna einhverja stórsniðuga bók því ég gleymdi öllu slíku heima. Ég skil ekki hvernig mér tókst að vera með svona mikla yfirvigt og mér finnst ég hafa gleymt öllu. Ég ætla líka að kaupa lonely planet, enn eitt sem ég gleymdi.

Nú er komin sól aftur og buxurnar þornaðar svo nú er tími drífa sig út og takast á við verkefni dagsins.

5 ummæli:

Lósý sagði...

Hæ hæ gaman að heyra frá þér, annars er ég bara að kvitta fyrir mig.
kveðja Lósý

mamma sagði...

jæja hvernig gekk í dag ? Hér er orðið skítkalt eða það held ég og rigning. Er byrjuð að telja mér trú um að þetta sé fínasta veður. þetta er allt að koma. Það er hugarfarið sem gildir (þú ert það sem þú hugsar). Hvernig er það er ætlast til að maður skrifi um sjálfan sig á þínu bloggi ég fæ mér kannski bara blogg sjálf. Er að verða svo nútímaleg. kveðja mamma

pabbi sagði...

Hér lesa allir bloggið á hverjum degi. Haltu svona áfram
Pabbi,Jóna, Sólveig og Kolbrún

Hrafnhildur sagði...

Hæ elskuleg!
mikið er gaman að geta fylgst með þér á blogginu. Frábært framtak alveg hreint. Vona að verkefni dagsins gangi vel.. þetta er voða spennandi allt saman. Það gerist ekkert nýtt fyrir norðan og við bíðum bara spennt eftir að endurheimta þig:) Allt það besta og skemmtu þér súper vel. Sendi þér ítarlegt mail bráðlega:)
risknús
Ditta

Hrafnhildur sagði...

ég er semsagt í tolvunnar hennar Hrafnhildar...kann ekki að breyta þessu:)