Ég hætti bara í pró-ameríku kúrsinum. Kláraði nú samt ritgerðina og mætti í málstofu sem var svo skrítin að ég bara sat bara og þagði. Við vorum svona 40 talsins og allir áttu að rétta upp hendi til fá að tala og svo bunuðu þau út úr sér einhverri þvælu sem þau lásu í textanum. Eins og við hefðum ekki öll lesið hann og svo biðu bara allir þangað til að það kæmi að þeim. Það svaraði enginn neinum, bara staðhæfingar út í loftið um það hvað Ameríka er hræðileg. Vá spes, ég þurfti að stoppa mig tvisvar af í að grípa frammí og svara einhverju bullinu.
Ég kann ekki að bulla svona út í loftið svo ég rétti ekki upp hendi, eftir tímann fattaði ég af hverju allir voru svona áfjáðir í að tala þó þeir hefðu ekkert að segja. Ég var skömmuð fyrir að tala ekki! Mér þykir nú bara best að þegja ef ég hef ekkert gáfulegt að segja! Karluglan skráði hjá sér hverjir töluðu og hverjir ekki, það er ekkert skrítið þó að þetta hafi orðið að einhverju kapphlaupi í að bulla. Ég er hætt!
Ég er skráð í of marga kúrsa svo ég þarf að hætta í einhverju og ég tel best að þetta verði það!
Ég var svo pirruð á leiðinni heim að ég ákvað að kíkja í stóru matvörubúðina hjá lestarstöðinni minni. Hún er svo fín að mér fannst ég komin heim, það er allt til. Það er meira að segja hægt að kaupa kaffibaunir ómalaðar og lífrænt ræktað grænmeti. Þetta er alveg nýja uppáhaldsbúðin. Ég keypti meira að segja ís sem ég borðaði á leiðinni heim og svo gúffaði ég súkkulaðistykki þegar heim var komið. Núna er ég með magaverk, það er allt of langt síðan ég hef borðað gúmmelaði. En ég er syngjandi sæl því nú get ég farið að elda, veivei. Hef ekki borðað góðan heimatilbúinn mat síðan ég kom, bara einhvern piparsveinsviðbjóð sem meðleigjandinn býður upp á.
Ég er farin að rata hér um eins og herforingi þegar ég er ódrukkin en það er dálítið erfiðara að komast heim af skrallinu. Ég tók að mér að fylgja stelpu heim úr partýi á föstudaginn sem hafði bara verið hér í tvo daga, það endaði með þvi að hún hringdi á leigubíl. Ég var mjög fegin að hún vissi númerið því ekki gerði ég það.
2 ummæli:
ánægð með þig borða hollt og gott.
Sæl og blessuð. Held að ég sé loksins að komast í samband. Búin að lesa bloggið þitt og hef gaman af. Vona að þú eigir eftir að fara aftur í þetta fallega óperuhús og hlusta á almennilega óperu.
Skrifa ummæli