miðvikudagur, 3. október 2007

Ferðalög og myndir

Um síðustu helgi fór ég ásamt nokkrum öðrum til Cesis (lesist tjesis). Það er indælis smábær sem er gullfallegur í haustlitunum. Við skoðuðum þar kastala og fleira skemmtilegt. Ég lærði fullt af sögustaðreyndum í þessari ferð en er að sjálfsögðu búin að gleyma þeim öllum núna.

Kóramenningin hér í landi er mikil og er það skylda í flestum grunnskólum að ganga í skólakórinn. Við sáum einn slíkan í Cesis sem var skipaður af krökkum sem virtust ekki eldri en 15 eða 16. Þeim virtist líka ofsalega vel að syngja og hljómuðu mjög fullorðinslega (þetta hljómaði ekkert eins og hólabrekkuskólakórinn sem ég fékk ekki aðgang að sökum lagleysis).

En í gær fór ég ásamt meðleigjandanum og foreldrum hans til Litháen en þar skoðuðum við hæð krossanna. Þar eru skrilljón krossar þar sem fólk getur sett niður til minningar um nákomna. Æðislega fallegur staður og gaman að koma þangað. Ég man að ég sá myndir frá þessari hæð og las um hana fyrir örugglega 10 til 15 árum og ákvað ég þá að þangað þyrfti ég að koma. Ég var því ótrúlega ánægð þegar ég heyrði af þessari ferð.

Krossinn er auðvitað trúartákn hér en hefur einnig fleiri tilvísanir. Ég sá í heimildamynd um daginn að hann er einnig tákn fyrir baráttu hér í Eystrasaltsríkjunum. Þegar Rússar réðu hér lögum og lofum á tímum sovíetríkjanna tóku þeir krossana oft og mörgum sinnum niður en Litháar reistu þá upp jafn óðum þangað til að þeir fengu að vera.

Ég tók út texta sem var ekki mjög sanngjarn gagnvart fólki sem mér þykir orðið ansi vænt um svo að kommentin sem komið hafa eru dáldið út úr kú ef þið hafið ekki séð það sem hér áður stóð.

góðar stundir

p.s. setti myndir af ferðalögum mínum inná myndasíðuna

4 ummæli:

Bára sagði...

He he he.
Mér finnst nú pínu fyndið að þú skulir lenda á vondum bílstjóra. Annað hvort að keyra á milli Akey. og Rey. eða vondur bílstjóri.
Kannski nærðu úr þér bílhræðslunni eins og flughræðslunni?
Góða skemmtun :-)

mamma sagði...

Vá þetta eru flottar myndir frá krossahæðinni, þangað langar mig líka en er þetta ekkert óhuggulegt svona svaka hrúgur. Þú er góður leiðsögumaður, ég er orðin miklu nær um Lettland og nágrenni Lenín líka flottur í kistunni. Er að reyna að setja mig í spor þessara þjóða en það er erfitt sem betur fer. Rigningar kveðjur frá Fróni.

Bára sagði...

Ætla líka að kvitta fyrir myndirnar.
Hló með þér af meðleigjandanum og að vera föst í hel.... tækinu. Gott að það varst ekki þú. En hver setur sig í þessar stellingar meðvitað?

xxxx sagði...

vá en fyndið, var að skoða síðuna mína og bara bára búin að skoða. svo fór ég að skoða myndirnar og kom til baka og 3 komentari komin hehe við erum allar að skoða myndirnar saman. við lifum á gervihnattaöld.