þriðjudagur, 27. maí 2008

Bölvuð verðbólgan

Ég hef tekið eftir því að það er allt mun þægilegra hér í Kaupmannahöfn heldur en það var í Riga. Fólk virðist vingjarnlegra og sýnir útlendingum aðeins meiri þolinmæði. Það gæti nottla verið vegna þess að hér talar fólk ensku og ég kann pínu dönsku. Tungumálið skiptir náttúrulega heilmiklu máli og ég verð ekki eins stressuð þegar ég geri mistök í búðunum eins og ég varð í Riga. Þar fannst mér bara eins og fólk væri beinlínis öskureitt út í mig fyrir að setja peninginn á vitlausan stað á búðarkassann (það mátti sko ekki rétta afgreiðsludömunni péninginn).

Hérna er ég búin að fara tvisvar í búð og gera pínu mistök, í annað skiptið setti ég körfuna á bandvitlausan stað en maðurinn sem afgreiddi útskýrði rólega fyrir mér hvar hún átti að vera (voða vinalegur í framan). Núna þegar ég fór í Apótekið þurfti ég að skila eiginlega öllu aftur því það var ekki hægt að nota kort nema það væri Dankort og ég var ekki með nógu mikinn péning með mér. Ég hefði panikkað ef ég hefði verið í Riga enda hefði ég ekki getað sagt á lettnesku afsakið ég er ekki með meiri pening og hélt að ég gæti notað kortið. Það gat ég á DÖNSKU og svo brosti ég bara og konan brosti á móti og í sameiningu tókum við úr pokanum og reiknuðum hversu mikið ég gat keypt. Ég gekk heim ógisslega stolt því þessi samskipti fóru algerlega fram á dönsku, ég þurfti líka að biðja um hjálp við að velja sjampó á dönsku. Mér finnst ég ótrúlega klár í dag.

En talandi um pééninga, vá hvað reikningurinn minn er að tæmast hratt. Nú má verðbólgan aðeins taka pásu. Allir mínir peningar eru íslenskir og sjííís hvað þeir hverfa í ekki neitt. Ég hef í alvöru eiginlega ekkert keypt nema handa mér og kokkinum að borða (fyrir utan kjólinn sem kostaði ekkert) og ég er orðin blönk! Held að það sé best að geyma stórinnkaupin (skó, sængur og svoliss) þangað til íslenska krónan hefur jafnað sig einhvern tíma á næsta ári.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dugleg stelpa ;) en ansi hart með fjárans krónuna :( fnusss..
En ég verð líka að fá að segja að ég sakna þín :/ bið að heilsa kokkinum
knús og klemm
Jokkuz

Nafnlaus sagði...

já bara hella sér í dönskuna! brilljant :) mín "danska" með kínverska framburðinum læddist stundum fram án þess að ég tók eftir því hahaha..

við erum að spá í að koma yfir verslunarmannahelgina vííí ég er sko alveg farin að hlakka til!

kveðja, Sólveig.