mánudagur, 12. maí 2008

Þegar við Sólveig hlupum 10 kílómetrana í sumar...

ég vaknaði klukkan 7.45 í morgun eftir að hafa vaknað þrisvar í nótt með sama kvíðahnútinn í maganum og ég hef haft síðustu vikur. Mig dreymdi meira að segja verkefni sem ég fór svo yfir í huganum í þessi skipti sem ég vaknaði. Það þarf kannski að taka það fram fyrir einhverja lesendur að ég vakna ekkert 7.45 svona bara að gamni mínu. Þetta er í hæsta máta óvenjulegt, allt í lagi að vakna snemma en þetta vakna á nóttunni dót er ekkert spes. Vaknaði líka síðustu nótt, ætli þetta sé svona áfallastreita (post traumatic stress). Best að fara tjekka á áfallahjálp.

Það er samt notalegt að vakna á morgnana og þurfa ekkert að fara á fætur frekar en ég vil. Það er ekkert sem liggur á og ég get bara ákveðið hvað mig langar að gera ekki hvað ég þarf að gera fyrst.

Við meistarakokkurinn erum aðeins farin að plana húsgagnamál, ótrúlegt en satt þá erum við bara sammála. Við ætlum að kaupa dýnu og svo bara stela rest (jújú þannig er það gert í köben hann hefur séð það gert) en til þess að tie the room together kaupi ég sætt og dúllulegt smádót. Svo bara allir panta tíma í heimsókn á Valmúganum.

Það getur bara vel verið að ég fari í sund í dag en ég er samt ekki alveg búin að ákveða það. Út að hlaupa? það er langt síðan ég hef gert það. Fékk smá nostalgíukast þegar ég útskýrði fyrir Hjördísi um helgina hvernig við Sólveig mössuðum 10 kílómetrana í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra. Fjandinn hafi það, önnur eins tilþrif hafa nú bara ekki sést fyrr eða síðar.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ójá ég panta gistingu fyrir 6 mjöööög fljótlega hahahaha og nei vil ekki sofa á stolinni dýnu ;) tíhí

kv Svilan

Nafnlaus sagði...

ég var einmitt að rifja upp afrek okkar í ágúst síðastliðnum í gær.. hlupum við ekki örugglega á klst og 3 mín?? ;)

hefði alveg verið til í að heyra þetta samtal milli þín og hjördísar btw.. hehe

sólveig

xxxx sagði...

bíddu ég var svo viss um að við hefðum hlaupið þennan spotta á undir klukkutímanum! ;)