fimmtudagur, 8. maí 2008

Fjúh!

Jæja, þá er ritgerðin komin í prentun og ég búin að klóra mig í gegnum rafrænu skilin. Ég þarf að skila inn þremur eintökum á prentuðu formi, einu í hina svokölluðu skemmu sem er rafræn geymsla og svo eitt á diski held ég. Til hvers í ósköpunum þarf að skila svona mörgum asskotash eintökum? Eitt fer til leiðbeinanda, eitt til yfirlesara og eitt til geymslu á bókasafninu. Eitt til geymslu á bókasafninu? til hvers? ég er búin að skila einu rafrænt í rafræna geymslu! og til hvers í ósköpunum er eintakið á geisladiskinum?

jæja skiptir svo sem ekki máli, síðan ég sendi pdf skjalið í prentun og í skemmuna hef ég ekki getað setið kyrr. Ég ráfa bara eins og geðsjúklingur um alla íbúðina og sest í 5 sekúndur en þá stend ég aftur upp og ráfið tekur við á ný. Ég ákvað að blogga bara svo ég hefði eitthvað að gera því ég er satt best að segja farin að hafa áhyggjur af þessu geðsjúklingsráfi. Nú hef ég setið í nokkrar mínútur og er farið að syfja, það er svo sem ekkert skrýtið miðað við svefnmynstrið sem ég hef komið mér upp síðustu vikur.


Vá hvað ég er ánægð og mér er létt, ég var bara alls ekkert viss um að þetta myndi sleppa. Það gekk töluvert á til þess að ég næði að klára þetta og þó ég sé ekki fullkomlega ánægð með efnið þá er ég fegin að hafa klárað.

issss ég tala bara eins og þetta sé búið. Ég á eftir að fá eintökin úr prentun og leita uppi kennarann minn sem er eins og búálfur (hverfur þegar þú ferð að leita að honum) til þess að hann geti skrifað undir verkefnið mitt. jújú hann þarf að kvitta til staðfestingar um það að ritgerðin að hans dómi uppfylli kröfur til lokaverkefnis. kommonn! ef verkefnið mitt gerði það ekki á þessu stigi á að reka hann fyrir að hafa ekki stöðvað mig fyrr. Leiðbeinandi er með í öllu ferlinu og ef verkefnið uppfyllir ekki kröfurnar má að einhverju leiti kenna honum um, hann á allavega að benda á það einhvers staðar í ferlinu. Fullt af fólki er með leiðbeinanda sem er ekki einu sinn staddur á Akureyri, það þarf þá að senda honum standard blaðið sem hann á að kvitta á sem hann síðan faxar til Akureyrar og nemandi þarf að biðja prentstofuna um að troða þessu blaði inn á milli í ritgerðina því það þarf að vera með ritgerðinni. Ritgerðin fer í pdf skjali á prentstofuna. Finnst einhverjum öðrum en mér þetta vera óþarfa vesen?

Jeminn hvað ég vona að ég finni leiðbeinandann minn á morgun!

5 ummæli:

Bára sagði...

Veiii
Til hamingju að vera búin og gangi þér vel að finna búálfinn. Þú verður eiginlega að vera búin að negla hann niður einhversstaðar á morgun. Þetta er bara nokkuð gott nafn á manninn :o)
Svo verðurðu að koma með eintak svo ég geti skoðað. Ekki nenni ég norður til að sjá. Þú gætir auðvitað sent mér þetta pdf. skjal ;o)

xxxx sagði...

eintökin komu úr prentun og ég náði í rassinn á honum áðan svo það er allt klappað og klárt. víííí ég næ að skila á morgun

Bára sagði...

Frábært.
Náðirðu þér í töframátt einhversstaðar? ;o) Var hann ekki ánægður með þetta hjá þér?

Aftur til hamingju og hvenær á að skila svo? Bara hafa tímasetninguna á hreinu :o)

Núna vildi ég að ég hefði komið norður. Hefðum getað farið út að borða eða eitthvað
KNÚS

Unknown sagði...

Til hamingju elskan :) þú ert snilli tíhí...
Sendi knús úr borginni..nánar tiltekið BSÍ hahahahah...
svilan

Unknown sagði...

Til hamingju, eg er svadalega forvitin ad fa ad vita um hvad verkefnid er... do tell.

Eg er alveg ad fara yfirum i tessari vinnu, eg er svo nalaegt tvi ad labba ut ad tad er ekki fyndid. Kannski kem eg bara heim, hvernig eru atvinnuleysisbaetur a Islandi tessa dagana?