mánudagur, 26. maí 2008

komin til köben

jæja þá er ég komin til Kaupmannahafnar eftir langa bið. Lenti klukkan 12 í gær í blíðskaparveðri. Meistarakokkurinn tók á móti mér á vellinum og auðvitað fór ég að skæla (maður verður svo væminn með aldrinum) en þurrkaði tárin strax og við héldum af stað heim. Þegar ég var aðeins búin að koma mér fyrir fórum við í leiðangur.

Fórum í kristjaníu (hef aldrei komið þangað) og síðan kíktum við á hverfið þar sem við ætlum að eiga heima. Það er voða huggulegt bara með blómum og trjám í massavís, voða rólegt og bara sætt. Ég hlakka voða til að sjá íbúðina sjálfa en hverfið lofar góðu. Við erum aðeins út úr en ef maður á hjól skiptir það engu máli. Við gengum úr kristjaníu í hverfið, mér fannst það langt en ég hafði líka bara sofið í þrjá tíma svo það er ekkert að marka.

Í dag er hellirigning og bara kalt, uss ég sem var komin í sumarfílinginn. En ég lét mig nú hafa það og fór í búðir. Nennti ekki niður í miðbæ en tók metróið í næstu kringlu þar heyrði ég tvær stelpur tala íslensku en það voru einu útlendingarnir sem ég tók eftir. Ég lét rigninguna ekki á mig fá og keypti sumarkjól og appelsínugulan bol. Ég tók nefnilega eftir því í góða veðrinu í gær að ég á engin föt sem hægt er að njóta sólar í. Ætlaði nú samt bara að kaupa skó sem eru ekki lokaðir en fann ekkert svoleiðis, ég neyðist víst til þess að fara aftur á morgun.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Awww oh dásamlegt að vera komin loksins ;) leitt að þú "neyðist" til að fara aftur í búð..hahahahaha..sendi knús úr 20st hita og sól á Akureyris :D
Svilan

Bára sagði...

Til hamingju með að vera komin út.
Æi en leiðinlegt að þurfa að fara aftur á morgun og versla :o)
Njóttu þess bara að vera til. Nú máttu kyssa meistarakokkinn frá mér ;O)
Gangi ykkur vel að flytja.
Knús og kossar