föstudagur, 9. maí 2008

það snjóar enn norðan heiða

Fór og skilaði áðan...JÚHÚÚÚÚÚÚÚ!
Á eftir að skrifa eitt verkefni sem á að skila í dag en það verður létt og löðurmannlegt verk (hvað þýðir orðið löðurmaður?).

Ég er að skrifa um fjölskylduna mína og gera á þeim eigindlega mannfræðirannsókn. Þau hafa ekki hugmynd um það múahaha. En ég fékk þessa hugmynd þegar þau ákváðu að koma norður um páskana annað árið í röð. Það flugu póstar á milli í skipulagsferlinu og mikil tilhlökkun að sjálfsögðu. Það nefnilega rann upp fyrir mér að páskaskíðaferðir eru ekki nýjar af nálinni hjá þessari hrikalega stóru fjölskyldu. Þær voru bara lagðar niður um hríð en mínar sterkustu bernskuminningar eru tengdar páskum og Valsskála. Það var alltaf farið á skíði á víkingssvæðinu og svo haldnar kvöldvökur. Ég skil ekki ennþá hvernig foreldrar héldu sönsum í þessu brjálæði, en það voru skrilljón krakkar og bara eitt svefnloft, matsalur og arinstofa. En þetta var ótrúlega skemmtilegt eins og svo margt annað sem gert var í þessari biluðu fjölskyldu þegar ég var yngri. þau voru öll yngri þá líka svo það var kannski aðeins meiri kraftur í liðinu en þau eru að koma sterk til baka. Nú bíð ég bara spennt eftir því að áramótafjörið snúi aftur, vinir mínir öfunduðu mig mikið af partýstandi fjölskyldunnar á þeim árum þegar haldin var stórveisla á gamlárskvöld. Systkinin eru 8 og barnabörnin eru 16, allt þetta hrúgast á ótrúlega lítið svæði og allir ofan í öllum. Bara stuð!

Veturinn ætlar ekki að fara...verð að viðurkenna að mig er farið að lengja soldið eftir sumrinu, það snjóar í dag svo sumarið lætur bíða eftir sér.

1 ummæli:

Losy sagði...

Heyrðu heyrðu, bara ekkert að láta mann vita að verið sé að gera rannsókn á manni, og svo svindlaðir þú og fórst suður um páskana og misstir af miklu fjöri á kvöldvökum og á daginn í skíðabrekkunum. Gaman að sjá að þú ert farin að blogga aftur og hlakka til að sjá þig fljótlega. Gangi þér vel með restina.
Kveðja Lósý