mánudagur, 5. maí 2008

stund milli stríða

Ég er með harðsperrur í rassinum og mjóbaki, hvað finnst ykkur um það? Ég hef ekki fært mig spönn frá rassi alla síðustu viku að undanskildum fimmtudegi þegar ég tók viðtal hérna út hverfi. Ég vissi ekki að það væri hægt að fá harðsperrur í algjöru hreyfingaleysi, kannski er ég bara að jafna mig eftir göngutúrinn út í Síðuhverfi þar sem viðtalið var fyrir fimm dögum síðan...gæti verið.

Ég sendi kennaranum mínum einhvern slatta núna í hádeginu og þó að þetta hafi ekki verið lokauppkast þá er lítið eftir. Bara umræðukafli og heimildaskrá en það kemur í ljós vonandi á morgun hversu miklu þarf að breyta af því sem búið er.

Núna er æðislegt veður á Akureyri, ég rölti til svilkonunar og mágs áðan með bakarísgúmmelaði og soðnaði í bakgarðinum. Svei mér þá ef ég brann bara ekki á bringunni og allt. Nú þarf að fara að draga fram sólarvörnina góðu. En kannski ekki alveg strax þar sem spáð er slyddu um helgina aftur, jújú það verður kominn miður maí.

En þar sem ég bíð bara eftir svari frá kennara hef ég smá tíma til að anda og gera græjur ætla ég að gera hvað? jújú klára hin verkefnin sem eftir eru.

baráttukveðjur af Akureyri

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alltaf velkomin á pallinn með sólarvörnina ;) allavega þar til fer að snjóa hahahaha en þá..verð ég í us&a hreppi tíhí...
svilan