mánudagur, 16. júní 2008

Af flutningum

mmmmm sit í eldhúsinu og sötra kaffi úr Bodum pressukönnunni sem ég gaf mömmu eftir einhverja danmerkurferðina. Kannan er semsagt komin heim aftur og verður á valmúgaveginum eitthvað áfram. Við fengum dótið okkar á brettinu loksins í dagn og nú bíður okkar verkefnið að púsla leirtauinu í skápana. En við byrjum á byrjuninni: alvöru kaffi!

Flutningar gengu vel og sófinn fíni flaug upp morðtröppurnar og kommóðan sömuleiðis. Það verður eins og hjá fólki hérna bráðum.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Vííí..gaman hjá ykkur ;) endilega taka fleiri myndir kona tíhí..
knús og klemm
Svilan