Ég var að spjalla við Báru samnemanda minn og komst að því að ég hafi fengið verðlaun fyrir afbragðs námsárangur. Það finnst mér alveg magnað! Það voru nú ekkert margir að útskrifast úr nútímafræðinni en samt rosa flott fólk! Ég hef ekkert spáð í skólanum eða útskrift síðan ég fékk síðustu einkunnina svo þetta fór alveg framhjá mér. Ég skoðaði skólapóstinn minn eftir langa fjarveru og viti menn, þar liggja skilaboð frá skrifstofustjóra sem spyr mig hvert ég vilji fá bókarverðlaunin send.
jebb æm vei smart!
9 ummæli:
vá til hamingju súperbrein!
sólveig
Ótrúlega flott hjá þér, innilega til hamingju með útskriftina og verlaunin.
Kveðja Lósý
Nau nau sniiiiillld stelpa! til hamingju ezzkan ;)
knús og kram frá Fróni
Svilan
Það er ekki laust við að maður sé stoltur og þykist eiga eitthvað smá í þér. Til hamingju
kv mamma
takk takk fyrir kveðjurnar, ég er nú pínu stolt sjálf hehe. það hefði verið stuð að vera fyrir norðan að taka á móti verðlaunum ekki víst að þau verði fleiri hahaha
Va va va! Til hamingju!
Eg er nu samt ekkert hissa... you're the man.
Hvada bok faerdu?
ég veit það ekki nebblega, mamma fær pakkann í ábyrgðarpósti voða fljótlega. Við sólveig vorum að spá í þetta og finnst plöntur íslands eða steinaríkið voða líklegt. Alla vega eitthvað í þeim dúr...kannski Saga Akureyrar í máli og myndum.
Helduru að ég hafi ekki misst af póstmanninum reyni að sækja pakkann á morgun en er ekki viss hvort ég kemst. Brjálað að gera.
kv.mamma
Jísús hvað það er erfitt að skilja þessa lettnesku og pósta inn kommenti!
Allavega - til hamingju með frábæran árangur og flutninginn í Baunaveldi.
Við reynum kannski að heimsækja hvor aðra í útlöndunum. Ég verð einhverja 350km frá ykkur í beina loftlínu.
Kveðja frá fjölskyldunni í Norðlingaholti (sem verður bráðum fjölskyldan í Hollandi)
Skrifa ummæli