Nú er komið að upprisu þessa bloggs og er tilefnið vettvangsrannsókn til Bangladesh í tengslum við Masters-verkefni mitt. Hér mun ég deila reynslu minni af ferðalaginu og vonandi myndum en það veltur á internet aðgengi hversu mikið og oft ég skrifa.
fimmtudagur, 19. júní 2008
nýja íbúðin
En eins og ég sagði hér áður þá erum við búin að fá dótið okkar og íbúðin að verða heimilislegri með hverjum deginum. Ég geri ekki annað en að taka myndir af íbúðinni og meistarakokkinum, fyrsta máltíðin, fyrsta skipti að horfa á sjónvarpið í sófanum, fyrsta máltíðin eftir að við fengum dótið okkar, fyrsta skipti á klóinu og þar fram eftir götunum.


Nú þurfum við ekki lengur að húka á dýnu inn í herbergi heldur höfum við bæði stofu og skrifstofu:
Það má alveg koma fyrir fleiri húsgögnum en þetta dugir í bili og erum við hæstánægð með það sem komið er. Það mun svo bara bætast hægt og rólega við þegar fjárhagur leyfir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sæt myndin af mágsa á klóinu tíhí.. I kind a miss jah :/
Svilan
Fínar myndir thíhí.
Alltaf gott að eignast nýja vini hehe, ég er búin að hlæja solldið að þessu. LOL, skemmtilegt
Hafið það sem best
Knús
Skrifa ummæli