föstudagur, 20. júní 2008

Íslendingar leynast víða

Jæja fyrsti vinnudagurinn á enda runninn, líst bara ágætlega á þetta allt saman þó að betra væri að hafa tungumálið. Á vaktaskiptum hitti ég íslenska stelpu sem vinnur þarna líka og ég er ansi hrædd um að ég hafi kjaftað hana í hel eftir að hafa sagt aha og jeh í allan dag. Ég skil ágætlega en er ekkert sérstaklega góð í að spjalla á dönsku. Það kemur!

Nú þegar ég er komin á hjólið er voða auðvelt að flækjast um og nú sit ég á kaffihúsi oní bæ og sötra latte á meðan ég glápi út um gluggann. Það er alltaf jafn gaman og ég góní út í allar áttir og grandskoða fólkið hvar sem ég kem. Danir eru svo kurteisir að ef þeir halda að þeir eigi að þekkja mann þá bara brosa þeir svo ég hef uppskorið fjölmörg brosin frá ókunnugu fólki síðan ég kom. En um daginn sá ég mann út um gluggann á strætó sem mér fannst ég kannast við og núna áðan fékk ég grun minn staðfestan þegar ég hjólaði fram hjá honum. Sævar Síselskí býr í köben og ég er alltaf að rekast á hann.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þó að við íslendingar séum ekki nema rétt rúm 300þúsund þá erum við allsstaðar..þá meina ég allsstaðar!!
knús og klemm
svilan