laugardagur, 2. ágúst 2008

bölvuð nettengingin

Heyrði í dönsku fréttunum að partýið væri búið og nú tæki kreppan við. Hvurslags, slepp ég þá ekki við kreppuna? puh! Nei annars var þetta ekki nein dómadagsspá en nú herðir samt að eða eitthvað svoleiðis. Ég skildi þetta nottla ekkert alveg en þjóðerniskenndin kraumaði í mér og ég hugsaði: hvað eru þessir andskotar að gagnrýna okkur og eru bara ekkert skárri sjálfir! En eins og ég segi þá skildi ég ekki alveg allt og það gæti vel verið að maðurinn hafi verið að tala um eitthvað annað partý. Einhver hafi drukkið of mikið í amalíuborg og þau séu komin í straff, hvað veit ég svo sem?

Ég hef tekið doldið af myndum þegar við erum að spóka okkur um bæinn eða bara að hanga heima, það þarf ekki mikið til að vélin sé tekin fram. En ég reyndi að setja nokkrar inn um daginn en ekkert gekk þar sem bölvuð tölvan mín fílar ekki nettenginguna hérna. Meistarakokkurinn svífur á öldum veraldarvefsins eins og enginn sé morgundagurinn en það virðist vera sem svo að ég sé undir álögum. Það er einhver þarna úti sem vill ekki að ég sé nettengd, ég er viss um það því þetta er ekki fyrsta netið sem er með leiðindi við mig. En alla vega nú ætla ég að reyna aftur, sjáum hvort það virkar.




Heyrðu, þetta tókst!
ég á það til að tala svo mikið og vilja svo mikið segja frá að ég gleymi alveg að gera ráð fyrir því að fólk hafi kannski öðrum hlutum að sinna. Meistarakokkurinn hefur fengið að finna fyrir því en tekur þessu með miklu jafnaðargeði. Hann kann nefnilega að sóna út og einangra sig frá umhverfinu sínu, röddin í mér verður bara suð og hann getur sinnt verkefnum sínum í friði. Hér má sjá þegar ég var komin inn á baðherbergi á eftir honum, það má glögglega sjá að athygli hans beinist eingöngu að rakstrinum og ég er ekki viss um að hann hafi vitað af mér þarna einu sinni. Er nokkuð viss um að þessi eiginleiki hans eigi eftir að verða okkur til góðs um ókomna tíð.


uuu neibb nó dæs, það koma ekki fleiri. búnað reyna í hálftíma og hef ákveðið að gefast upp. Þær koma kannski seinna.

Annars ekkert mikið að frétta: finnst vinnan mín ekkert spes, hlakka til að fá unu í heimsókn og veðrið ofsa gott.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Held þú hafir svona "antiáhrif" á netbylgjur...hahaha...
Skilaðu heilsu til kokksins
Jokkuz

Andrea sagði...

Þóra, ég er að koma til Köben með allt mitt hyski þann 5. september.
Það er eins gott að okkur verði boðið í lítinn kaffibolla á Valmúaveginum!

Við gistum á Jansvegi 39 (herbergi.dk) og ætlum að vera í höfuðborginni til 11. sept.

Ég verð með danskt númer (til að spara pening á þessum síðustu og verstu).
Læt þér það í té síðar :)

Knús.

xxxx sagði...

frábært, auðvitað eru allir velkomnir í kaffi á valmúgann!