jæja þá erum við komnar "heim" til Dhaka aftur og gekk rútuferðin örlítið betur en hún tók "einungis" 14 tíma. En það var svo gott að komast í borgina aftur eins og hvað hún getur farið í taugarnar á mér. Það er svo gott að koma aftur á hótelið þar sem karlarnir þekkja okkur og voru voða glaðir að sjá okkur aftur. Þeir hlógu bara þegar við sögðum frá rútuferðinni og sögðu að nú hefðum við upplifað alvöru Bangladesh, sem er sjálfsagt rétt hjá þeim.
Við lærðum ofsalega mikið á þessari ferð og fengum fullt af upplýsingum. Það sem gerir okkur erfitt um vik er að við megum ekki nafngreina fólkið sem talaði við okkur. Málið er mjög viðkvæmt og þarf að taka tillit til þess.
Núna erum við bara að tjilla í Dhaka aðeins örfá viðtöl eftir. En ég verð voða fegin að komast heim aftur þetta er búin að vera ofsalega fínt og lærdómsríkt en nú er þetta komið gott, ég vil heim. Hitinn er líka að hækka hérna og þurfum við nú að skipta um föt nokkrum sinnum á dag og fara í nokkrar sturtur. Guði sé lof fyrir loftkælikerfi (ég er alveg viss um að hann hafði mikið með þá uppfinningu að gera).
Ég er búin að taka slatta af myndum og mun setja þær inn á flickrið svona jafnóðum en netið hérna er ekkert sérstaklega hraðvirkt svo það er þolinmæðisverk. Ég ætla líka að lauma nokkrum pistlum um ferðalagið í Cox's þegar ég kem heim svo þetta verður ekkert alveg búið þegar ég fer héðan.
fylgist spennt með gott fólk.
bæjó
ps. vá hvað þetta er boring pistill en ég lofa að næsti verður það ekki.
2 ummæli:
Þú ert aldrei boring. Hlakka til að heyra ferðasöguna þegar þig komið heim. Knús á ykkur Arendse..þið eruð snillar...segi það og skrifa og góða ferð heim :)
Loksins lufsast mín í að kommenta. Æðislegt fyrir okkur á norðurhjaranum að fá að fylgjast svona með ævintýrinu. Hlakka samt mikið til að fá þig heim og heyra sögurnar í díteilum og sjá myndir :)
Knús og kram.
Skrifa ummæli