mánudagur, 10. september 2007

af heimsóknum og öðru

Ég er að verða búin að jafna mig af óperunni en hef verið að skrifa ritgerð síðan í gær. Að sjálfsögðu er ég á síðustu stundu og ætti jafnvel að vera að skrifa niðurlagið núna í stað þess að blogga um ekki neitt. En svona er þetta bara! Ég á að skila eftir þrjá tíma og á eftir að fara í sturtu, klæða mig og taka sporvagninn í skólann. uss nægur tími!

En nú hef ég fengið staðfestingu á því að stelpurnar munu heimsækja mig í lok október, júbbí. Ég segi stelpurnar því það er ekki alveg ráðið hverjar koma en Nanna og Sólveig eru búnar að kaupa miðann dadarara. Svo gæti farið svo að ég fái heimsókn fyrstu helgina i október líka, það fer því hver að verða síðastur að bóka tíma. Ég verð bara fram að jólum...sem minnir mig á það ég þarf að breyta miðanum mínum.

Það eru iðnaðarmenn í nærliggjandi íbúðum með hávaða, þeir eru búnir að vera hér í ár og þegar meðleigjandinn spurði hvenær þeir yrðu búnir: á næsta ári! Þetta er að taka djöfuls tíma og þeir vinna frá 8 til 6 alla daga nema sunnudaga. Hvurn fjárann eru þeir að gera þarna? Þeir eru venju samkvæmt Rússar, Lettarnir eru farnir annað í vinnu. Vestur-evrópa flytur inn svo mikið af vinnuafli að nú þurfa Eystrasaltsríkin að flytja inn vinnuafl líka. Fyndið!

2 ummæli:

solveig sagði...

Snorri er alltaf að segja frá villtum rússneskum bar sem farið var með hann á í Austurríki. Þar voru bleikir veggir, mikið kitch og barbílegt plastskraut og eigandi barsins, miðaldra kona sá um skemmtiatriði sem uppistóðu af karókínúmerum við barborðið. Það var víst mikill performans. Og mikið vodka.

Mig langar á svona bar í Ríga, er það í boði?? :)

xxxx sagði...

Ég er alveg viss um að við finnum hann!