Klórar sér pirruð í bitunum, hress og kát það er hún Þóra...
ræræræræræræræræræræ rararæræræ
(soda,1999)
Þegar ég varð tvítug fékk ég frumsamið lag um mig í afmælisgjöf. Þetta lag er að poppa upp í kollinn á mér alltaf öðru hverju þessa dagana. Helvítis flugukvikindið hefur ekki hætt enn, hún er svo lævís að hún bíður þangað til að ég er sofnuð og fer þá á stjá. Ég hélt mig væri farið að dreyma flugur þegar ég vaknaði en svo varð ég vör við þrjú ný bit. Mig rámar nefnilega mjög óljóst í að ég hafi heyrt eitthvað suð í gærkveldi. Ég gæti verið að rugla textanum eitthvað hér að ofan en þá bið ég höfund innilegrar afsökunar, frumheimildin varð eftir í Safamýrinni.
Í gær fór ég á baltneska heimildamyndahátíð og sá þar tvær fínar myndir. Sú fyrri var um Litvinenko, KGB manninn sem fékk geislavirkt eitur. Myndin heitir My friend Sasha og er eftir hann Andrei Nekrasov sem kom og svaraði spurningum eftir sýningu. Það hafði allt farið fram á ensku, kynningin, eftirmálinn og Andrei kynnti sig á ensku líka. En svo fór fólk að spyrja og þá allt í einu fór allt fram á rússnesku, ekki lettnesku nei rússnesku. Það hefði ekki hjálpað mér neitt þó þau hefðu talað hið opinbera tungumál Lettlands en þá hefði hálfur salurinn líklega ekki látið sig hverfa. Ég var svo ofsalega svekkt þegar fyrsta spurningin kom því mig langaði svo að heyra hvað maðurinn hefur að segja um ástandið í Rússlandi. En þurfti að hlusta á rúshky babúshký í hálftíma áður en við þorðum að laumast út. Maðurinn talaði svo fína ensku!
Hin myndin var um sjálfstæðisbaráttu Eistlands, Lettlands og Litháens. Hún var að sjálfsögðu hádramatísk en léttir sprettir inn á milli. Veit ekki alveg hvort ég mæli með henni en hún heitir Homeland. Áhugaverð en ekki beint skemmtileg.
Í dag á að sýna heimildamynd um danska skopmyndafíaskóið sem ég væri til í að sjá en ég þarf að fara í skólann klukkan fjögur og verð ekki komin heim fyrr en 7. Bölvaður dónaskapur að hafa tímana svona seint. En vitiði hvað? Ég og Jóhanna fengum miðana frítt af því við vorum með skólaskírteini, FRÍTT! Það sem meira er þá á Jóhanna bara þýskt skólaskírteini því hún er ekki í skóla hér. Þetta finnst mér til fyrirmyndar og legg til að íslensk kvikmyndahús hætti þessu rugli og bjóði okkur í bíó.
bless,
p.s. Sólveig Lilja, ég ýkti aðeins við hann Magnus þegar ég var að monta mig af 10 kílómetrunum í gær, þú samþykkir bara allt þegar þú kemur. Ég veit ekkert af hverju ég gerði það en áður en ég vissi af þá komu orðin bara út úr mér. Hann hljóp hálft maraþon í sumar en ég veit ekki hvað hann var lengi.
6 ummæli:
hæ hæ ég mundi allt í einu að í Tyrklandi þegar bitin voru að drepa mig keypti ég einhverja fælu sem er sett í rafmangsinnstunguna það virkaði held að ég hafi keypt þetta í apóteki.
ehumm, ef þú flettir upp í frumtexta lagsins góða þá held ég að seinni línan hljóði svona:
"ra ræræræræ ræræræ ra ræræ ræ ra ræræ ræ"
Mér finnst óstjórnlega fyndið að þú sért að missa út úr þér ýktar 10 km maraþonhlaup-sögur. En ég samþykki allt! Enda eflaust allt dagsatt. Just remember: it´s not a lie if you believe it. (George í Seinfeld)
þetta með hlaupið er eins og veiðisögurnar, fiskarnir verða alltaf stærri og stærri því oftar sem sagan er sögð :-)
Þetta er hrikalegt með flugnabitin. Ég fékk eitthvað í apóteki sem heitir AUTAN og er fyrir moskítóbit. Ef þig vantar á ég það hér og láttu vita ef ég á að senda þér það í express.
Ég sá gítarstrákinn minn í kvöld, held hann hafi verið með mömmu sinni! Það gladdi mig að sjá hann aftur :)
hahaha gítarstrákurinn er krútt en vinurinn er miklu sætari, ég er að segja þér það hjördís
Hæ. erum að fara í skírn á morgun til Örnu. Bara svona fyrir þig til að fylgjast með liðinu.
K.
Pabbi og hinir.
Skrifa ummæli