miðvikudagur, 26. september 2007

Beðmál í borginni

Ég er svoddan partýstelpa að ég er með gesti nánast á hverju kvöldi hér í Riga. Neii djóóóók. En samt er ég að fá gesti í kvöld aftur og ætlum við að reyna að elda eitthvað ætilegt í þetta skipti. En við ætlum líka að vígja sánuna fínu upp á 11. hæð og það verður rosa fínt held ég. Meðleigjandinn þarf reyndar að kenna mér á hana fyrst en hann þorir ekki að vera með því þetta verða bara stelpur. Ég er reyndar enginn sérstakur sánuáðdáandi en þetta verður fínt, herbergið fyrir framan er ægilega fínt líka svo þar má sitja og sötra sjampanietis og borða jarðaber.

Það eru allir að kvarta undan því að dagarnir séu orðnir svo stuttir hérna en ég norðurhjarabúinn hef ekki einu sinni tekið eftir því. Ég bjóst reyndar ekki við því að þessi fídus væri hér í Lettlandi líka. Ég komst að því í gær að í júní verður einungis dimmt í sirka 4 tíma. Dagarnir verða örugglega ekki eins stuttir og heima og það er ekki einu sinni orðið dimmt á morgnana svo ég veit ekki alveg hvað þetta fólk er að kvarta. Vinir mínir halda að Íslendingar hljóti að vera voða þunglynt fólk en mig minnir endilega að ég hafi lesið einhverjar rannsóknir í sálfræðinni þarna um árið að það væri enginn munur á okkur og öðrum. Hins vegar verðum við úber hress þegar við flytjum til heitu landanna samkvæmt þessum rannsóknum...ef ég man þetta rétt. Það er svo ashkoti langt síðan ég lufsaðist í gegnum þetta nám svo ég er kannski ekki áræðanlegasta heimildin.

Í morgun fór ég á fund með alþjóðafulltrúanum og einhverri konu sem ég man ekki hvað heitir en hún á að finna fyrir mig eitthvert verknám innan fjölmiðlanna hér í Riga. Hún tók einu sinni viðtal við Frú Vigdísi og bað ofsa vel að heilsa henni. En það sem mér þótti skemmtilegast við þessa konu er að hún þekkir ritstjóra lettneska Cosmopolitan og ætlar að spyrja hana hvort ég megi vinna hjá henni í vetur. Ég er rosalega spennt fyrir þessu og vona að ég fái verknám þar, það á víst ekki að vera mikið mál fyrir þau að þýða greinar eftir mig á lettnesku. Ég verð þá að sjálfsögðu lettnesk/íslensk útgáfa af henni Carrie Bradshaw og þarf þá að fjárfesta í háum hælum og stuttum pilsum sem nóg er af í þessari borg. Ég mun héðan í frá aðeins drekka cosmopolitan kokteila og hanga með þotuliðinu.

En það kemur í ljós síðar hvort þetta gangi upp og ég geti farið að lifa lífi kvennanna í Sex and the City.

5 ummæli:

mamma sagði...

það er bara að taka secretið á þessa vinnu
kveðja mamma einu sinni enn sakna þín

Nafnlaus sagði...

mér finnast nöfnin á myndunum þínum stórskemmtileg... blikksmiður, hús, grænmeti... hahaha .... líka öfundsjúk vegna strandarferða og stöðu hjá cosmo... ég vil líka vera carrie og drekka cosmo og ganga á háum hælum og vera pæja og hlæja..... þú gætir jafnvel slegið tvær flugur í einu höggi og farið að skrifa fyrir vikuna (hið íslenska cosmo) um líf stórborgarstelpunnar í riga.... hver veit kannski gera þeir bíó um þig - allavega þátt.....
xxx una
myndir á leiðinni...

Nafnlaus sagði...

Alltaf gaman að lesa bloggin þín, hafðu það sem best
kv.Lósý

mamma sagði...

Jæja Þóra mín þá er pakkinn lagður af stað. Vona að þú verðir ekki sett inn. Ég þurfti að skrá innihald og það var bug posion og svo var þetta gift líka.

mamma sagði...

ó almáttugur víxlaði stöfum búin að opinbera enskukunnáttu mína á internetinu