föstudagur, 14. september 2007

Farin í frí

Ég er að fara til Vilnius eftir hálftíma, jibbý hlakka rosa til. Ætla að taka fullt af myndum og skoða fullt af dóti. Skandinavísku lærlingarnir í Riga buðu bara öllum lærlingunum í Eystrasaltslöndunum að mæta og eru með rosa plan og allt. Ég fæ að koma með þó að ég sé ekki lærlingur og er mjög þakklát fyrir það. Héðan fara Magnus, Ég, Rasmus (danmörk) og Dagmar (holland).

En ég heyri örugglega ekki í ykkur fyrr en eftir helgi svo hafið það gott í rigningunni. Við höldum bara áfram að sleikja sólina hér eystra, nani nani búú búú!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

góða skemmtun mín kæra!!
gaman að lesa bloggið þitt:)
saknaðarkveðjur
Ditta

mamma sagði...

Það er ekki að spurja að heimtufrekjunni . Farin að sakna frétta. kveðja mamma