miðvikudagur, 12. september 2007

Labdien

Ég náði að afreka ýmislegt í gær sem hefur verið í deiglunni síðan ég kom. Í fyrsta lagi keypti ég myndavélina sem ég reyndi að kaupa um daginn. Hafði farið í einhverja risabúð og fundið þessa fínu myndavél en þegar ég kom að kassanum þurfti ég að framvísa vegabréfinu mínu. Þegar í ljós kom að ég gæti það ekki snéri kassadaman sér orðalaust að næsta kúnna og neitaði að útskýra nokkuð fyrir mér. Ég mátti ekki kaupa myndavélina!

Ég fór auðvitað í fýlu en seinna sá ég sömu vél í annarri búð. Ég þorði ekki að reyna að versla myndavél aftur án þess að hafa vegabréf en gleymi því alltaf heima. En í gær fór ég í seinni búðina og keypti þessa fínu fínu vél án þess að framvísa vegabréfi. Hún er voða nett og með einhverjum fídusum en ég þekki þá ekki enn. Ég kann ekkert á digital en ég læri bara.

Í öðru lagi smellti ég mér í búðir og verslaði. Ég er búin að skoða voða mikið en aldrei fundið búðir þar sem ég vildi kaupa eitthvað. Erasmus-buddýinn minn sýndi mér búðirnar sem ég hafði verið að leita að um helgina svo ég gat aldeilis notað vísakortið mitt í gær.

Lífið mitt er orðið svo áhyggjulaust eftir að ég ákvað að hætta í leiðindakúrsinum að nú veit ég ekkert hvað ég á að gera. Fara í bæinn og eyða meiru á vísa kortið eða á ég að smella mér í gymmið niðri, hmm. Ég þarf líka að læra að setja myndir inn á bloggið, eitthvað segir mér að það muni taka töluverðan tíma.

Í gær sagði mannfræði kennarinn okkur frá því að í Litháen var öllum Lenín styttunum safnað saman og þær settar í eins konar gúlag. Inni í einhverjum skógi þar í landi er hrúga af Lenínum og í kringum hrúguna er skurður með vatni í og þar fyrir utan er gaddavírsgirðing. Þetta er mjög symbólískt og fær Lenín borgað fyrir allt það sem kommúnistar lögðu á Litháen.

Í Lettlandi er ein Lenín stytta eftir og er hún á safni einhvers staðar. En hún liggur í kistu og sést ekki. Á kistunni er platti og á honum stendur: í þessari kistu er stytta af Lenín.

Ég er nú búin að læra nokkur lettnesk orð:

Labdien = Góðan dag
Paldies (pínu mjúkt P og svo bara rosa rúskhý)= takk
Lúdzu= gjörðu svo vel (notast eins og please í ensku)
chao=hæ og bæ (eins og ítalska)
Ka tevi sauc? (c lesist eins og ts) = hvað heitir þú?
Mani sauc...= ég heiti...

lettneska er borin fram eins og hún er skrifuð. Málfræðin er ekkert svo brjáluð, nokkur föll og þau sjást á endingunum og tvö kyn. Orðaröðin er víst pínu spes hef ég heyrt en hef ekki orðið vör við það. Það sem er erfiðast er að orðin eru bara ekkert lík neinu sem ég hef lært áður svo að ég man bara ekki hvað er hvað. Ég get til dæmis ekki fyrir mitt litla líf munað hvernig maður á að segja kurteist bless.

Chao

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

yesh -ég gat þetta loks...

henni hefur fundist þú eitthvað skuggaleg svona útlensk og allt....

x una

xxxx sagði...

hehe
mér var að takast að breyta stillingunni á ensku svo nú geta allir kommentað án þess að skrá sig
og ég hef fundið út hvernig á að pósta myndir.

gaman að heyra í þér una, vona að nýja fjölskyldulífið gangi vel. ef þú átt myndir væri rosa gaman að fá að fylgjast aðeins með :)

Bára sagði...

Þú ert algjört tækniundur :-).
Það hefur örugglega verið fyndið að horfa á þegar þú reyndir að kaupa myndavélina í fyrri búðinni en ekki eins fyndið að standa þarna og fá ekki afgreiðslu en ég hlakka til að sjá myndirnar sem þú ferð að setja inn. Ég skal skila kveðju fyrir þig norður í snjóinn.
Kveðja Bára

mamma sagði...

Þú ert algjör snillingur enda komin af tölvusjéníum í marga ættliði (amma Kolla) það eiga ekki allir svona ömmur

Nafnlaus sagði...

hvar eru svo myndirnar? maður er bara orðin dáldið spenntur að sjá þessa borg :)

þú verður þá kanski að segja hvað linkurinn heitir, grunar að það komi bara myndurginshski

xxxx sagði...

æi er bara búin að taka svo leiðinlegar myndir, sjálfsmyndir og af watercoolernum í stofunni og eitthvað.

ég er mikið tækniséni og bráðgáfuð enda ótrúlega vel samsett genatískt séð. múhhahahaha

en ég skal fara að taka myndir og setja inn. fer til vilnius á morgun þá ætla ég að vera túristi og taka fullt af myndum.