laugardagur, 8. september 2007

Óperan

Ég fór í óperuna og jeminn eini einasti hvað það var leiðinlegt. Það ætti að sekta fólk fyrir að bjóða manni upp á þetta. Sýningin heitir Operation: Orpheus og fór fram á dönsku, hún er módern klassík heyrði ég í eftirpartýinu. Ég var ekki sú eina sem var að tapa sér úr leiðindum því meðleigjandinn og hinir lærlingarnir hefðu alveg viljað eyða kvöldinu í annað. En norski sendiherrann var í stuði og vildi ræða sögu íslands. Þetta er þá í annað sinn á mjög stuttum tíma sem ég hitti eldri norskan mann sem þykir sopinn fínn og saga íslands svo merkileg. Ég get svona slumpað á flestar þessar spurningar og frætt um sitt hvað en svo bara bullar maður inn á milli, ha? er þaggi bara!

Óperuhúsið var samt voða smart þó að sýningin hafi verið grautfúl. Veggirnir voru allir settir gulli og allskonar mynstri. Ég sat á svölunum og sá bara alveg ágætlega þó að það hafi ekki gert neitt gagn. Í lok sýningar var rosa fínt laser-show og leit út fyrir að við værum á hafsbotni. En eftir sýninguna og eftirpartýið fórum við meðleigjandinn samferða sendiherranum heim þar sem hann býr í sama húsi og við. Á leiðinni keypti sendiherrann rós af konu sem sat nálægt óperunni og gaf mér. Haldiði að það sé sjarmör!

Ég hef tekið eftir því að fólkið sem situr á götuhornum og betlar eða reynir að selja smáhluti eru eiginlega í öllum tilfellum konur. Meðleigjandinn sagði mér að ellilífeyriskerfið hérna væri meingallað og margir þurfa að framfleyta sér með því að selja grænmeti eða rósir. Mér þykir það sorglegt hvað stór hluti betlara hér í borg eru konur, ekki að ég vilji fjölga karlkynsbetlurum. Þetta er bara soldið dæmigert, ekki satt?

Á morgun þarf ég að byrja á og klára fyrstu ritgerð annarinnar, hún á að vera 6 til 8 blaðsíður og skilum við ritgerð í hverri viku í flestum kúrsunum. Ég á að fjalla um utanríkisstefnu Bandaríkjanna í þessari viku og eru allar greinarnar sem við eigum að lesa brjálæðislega hliðhollar Bandaríkjunum. Í undirtitli einnar kemur fram að ef við hefðum ekki Bandaríkin til að halda öllu á réttum kili þá myndum við fljótt stefna í anarkí-óreiðu miðaldanna. Úff hvað mér á eftir að finnast þetta spes áfangi.

2 ummæli:

pabbi sagði...

hæ hæ. Eru aldrei klassískar óperur í húsinu. Voru söngvararnir góðir?.. Annars við gerum bara e-ð annað.
p.s.nýja frænkan hjá Örnu heitir Iðunn Birna, Fínt nafn finnst þér ekki.
kv. Pabbi og hinir.

xxxx sagði...

Jú það eru alltaf klassískar óperur í gangi, ég er ekkert dómbær á hvað þykir gott og hvað ekki. fólk hrópaði bravi og veivei í gær svo þetta þótti rosa gott. En ég held að óperan hér þyki ofsa fín. Iðunn Birna mjög fínt nafn, bið að heilsa öllum!