fimmtudagur, 20. september 2007

Vinir okkar í Eystrasaltslöndunum

Jæja ég er aldeilis búin að koma mér í hann krappan, ég er að fara að halda partý fyrir fullt af fólki og búin að taka að mér að elda líka. Það verða hér líka gestir frá Tallinn sem ég hef aldrei hitt en þau eru lærlingar í sendiráðum þar. Meðleigjandinn verður eins og áður kom fram fjarri góðu gamni en virðist vera sama um allt þetta vesen á mér svo það er allt í góðu.

Ég veit ekkert hvað ég á að elda en ég veit að þau búast jafnvel við lummum líka, úff púff. Ég hlýt að geta hrist eitthvað snjallt fram úr erminni. Þetta verður bara stuð!

Ég fór í tíma í dag sem átti að fjalla um innanríkismál í Eystrasaltslöndunum en fjallaði einhvern veginn um eitthvað allt annað. Stelpan sem kennir þennan kúrs hefur tekið ástfóstri við mig því hún heldur að ég viti ekki neitt. Hún grillar alla hina nemendurna um sögukunnáttu og hvað þau viti um Eistland, Lettland og Litháen og þau standa á gati greyin. Ég á víst ekki að vita neitt því ég er frá Íslandi og við lærum ekki sögu þar...eða eitthvað. Mér er alveg sama því hún lætur mig fá fullt af einhverju efni sem hún vill að hinir leiti að sjálfir. Vitleysingurinn frá Íslandi kann nefnilega ekki að leita á bókasafni eða á netinu.

Hún taldi líka upp tengsl landa bekkjafélaganna við Eystrasaltsríkin og þau voru flest í formi einhvers konar yfirráðum nema náttúrulega ÍSLAND. Við erum góðu gæjarnir! Ég skemmti mér konunglega yfir þessu og vona bara að hún fatti ekki að ég á að þekkja evrópska sögu rétt eins og aðrir í bekknum. Hún meira að segja skammaði finnann fyrir að tala ekki...Ég sagði ekki orð heldur.

Ég er að spá í að flagga þjóðerni mínu á fleiri stöðum og sjá hvað gerist. Ætli ég gæti reddað mér fríum bjór eða fram fyrir í röð í súpermarkaðnum? Ég læt ykkur vita.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

You go girl.

Maður verður samt að hafa eitthvað "constant" í lífinu. Ef að þú tækir allt í einu upp á því að mala í tímum þá yrði ég líklega að endurskoða lífið og tilveruna frá A-Ö.

"Don't talk unless you can improve the silence."(það á reyndar aldrei við um þig)
-Jorge Luis Borges

"Silence is one great art of conversation." (það á við um þig)
-Anon.

"Silence is one of the hardest arguments to refute."
-Josh Billings

And my absolute favorite.....

Silence is golden when you can't think of a good answer.
Muhammad Ali (1942 - ),

wish you were here.
Herdís.

P.S. á því miður enga góða lummu-uppskrift.

mamma sagði...

HÆ HÆ
amma setur 3 egg og 50 gr þeytir vel saman og bætir svo hveiti saman við og lyftiduft það þarf 1 tsk í 100 gr af hveiti og svo mjólk og hrærir magnið er bara þangað til þetta er mátulega þykkt. Ég held að það eigi að leka vel úr ausunni svo sirka eins og vöffludeig svo er þetta steikt uppúr miklu smjörlíki. Þetta er þessar frá því í gamla daga. En núna setur hún ekki svo mikinn sykur bara pínulítið og setur spelt í staðinn fyrir hveiti og bara 2 egg og setur eggin og mjólkina fyrst og þeytir, síðan speltið. Ef þú ætlar að hafa skonsunar með smjöri og osti þá er lítill sykur. Þetta er auðvelt þú rúllaressuupp. Góða skemmtun
kveðja mamma

mamma sagði...

Æ ég sá að það vantaði orðið sykur inní
Uppskrift:

3 egg
50 gr sykur
hveiti
lyftiduft 1 tsk í 100 gr hveiti
mjólk eða undanrenna
þú bætir bara mjólk og hveiti til skiptist þangað til þetta er passlegt