miðvikudagur, 4. júní 2008

fréttir af amager
Jæja þá erum við flutt inn og voða ánægð með þetta allt saman. Íbúðin er björt og falleg en helvítis stiginn er doldið pein. Við verðum komin með rasskinnar úr stáli áður en líður á löngu.

Dótið okkar er á leiðinni og það verður fjör að koma því þarna upp.

Þegar inn er komið blasir þó við bjart og skandinavískt himnaríki. Með tveimur rúmgóðum herbergjum, sætu eldhúsi og rúmgóðu baðherbergi með baðkari og alles (það er víst sjaldséð sjón hér í köben).

Ég fór í atvinnuviðtal í morgun og fór það fram á dönsku. shííís hvað maður er orðinn fær! Ég fæ að heyra seinna í dag hvernig fer en ég er beggja blands sjálf. Veit ekki hvort ég nenni meira sambýli en þetta virkaði allt voða faglegt og fínt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Stuð að príla :)
Til hamingju með íbúðina! Lítur ekkert smá vel út.

sólveig.

Unknown sagði...

Ansi er tetta fin ibud, allt annad en holan sem eg by i her i Lundunum.
Eg er samt med tolvu med tvo skjai i vinnunni, tad hlytur ad vera stor plus!!