sunnudagur, 2. september 2007

Menning og listir

Nú hef ég verið að hlusta á rússneska útvarpstöð sem meðleigjandinn minn valdi og hún er algjört æði. Í Lettlandi búa bæði Rússar og Lettar muniði og þeir tala ekki saman. Það eru því útvarpstöðvar, dagblöð og sjónvarpstöðvar á báðum tungumálum svo enginn verði út undan. En tónlistin sem er spiluð hér í landi er mikið til frá 9. og 10. áratug síðustu aldar. Þetta er poppmúsík oftar en ekki frá skandinavíu einhverra hluta vegna. Ég hef ekki heyrt eins mikið af Roxette lögum á jafn stuttum tíma síðan ég var í heimsókn hjá Hafdísi og Stulla í Lundi árið 1990. En Leonard Cohen og Susanne Vega slæðast þó inn á milli og þá syng ég með.

En talandi um músík þá er víst algjört möst að mæta í óperuna hér í Riga, húsið sjálft sem er kallað í daglegu tali hvíta húsið er stórfenglegt að utan sem innan. Það var byggt á árunum 1860 til 1863 og er prýtt grískum súlum (jónískum, hah þetta man ég úr kvennó) og guðum. En að innan er það víst ekki síðra. Þeir útlendingar sem ég þekki sem hafa farið eru voða ánægðir með óperuna þó svo þeir séu ekki aðdáendur klassískrar tónlistar. Ég ætla að mæta og þeir sem vilja koma með eru velkomnir.

Það er eitthvert flugukvikindi búið að finna sér samastað í herberginu mínu svo nú er ég öll útbitin og ógeðsleg. Komin með 10 bit hvorki meira né minna og þar af þrjú í andlitið. Þetta þykir mér hinn argasti dónaskapur og hef ég sagt kvikindinu stríð á hendur. Ég verð ekkert voða sæt á fyrsta skóladeginum mínum með þrjú flugnabit og frunsu.

Ég fór í apótekið til að fá mér B-vítamín til að koma í veg fyrir að vera étin lifandi en fann ekkert slíkt. Þar voru multivit og C-vítamín og allskyns megrunarpillur en ekkert B-vítamín, er það ekkert skrítið? Mér þótti það alla vega en kom samt sem áður heim með Gingko Biloba svo ég verð til í skólaslaginn von bráðar.

Á morgun verður fyrsti skóladagur hjá öllum skólum, bæði menntaskólum og háskólum svo það má búast við traffík í fyrramálið. Það verður stuð að komast í sporvagninn. Ég er líka skráð í tvo kúrsa á sama tíma á morgun og það er bannað að skrópa svo ég veit ekki alveg hvað ég á að gera. Gáfulegast væri að mæta snemma og spyrjast fyrir en þá þarf ég að vakna fyrr...ég nenni því ekkert. Sjáum hvað setur.

kveðjur

6 ummæli:

mamma sagði...

Ráðið er að fá sér flóaól í kattabúð og setja hana á öklann eða kannski á hálsinn í þínu tilfeli. þetta hugsa ég á hverju vori en þori svo aldrei að láta verða af því og skelli bara ólinni á Böðvar og það dugar.

Unknown sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Unknown sagði...

Öss, þú hefur tekið betur eftir í hugmyndasögu hjá Kristjáni Guðmunds heldur en ég! Þetta hefði ég ekki munað...

Annars er 90´s ball á NASA næstu helgi, verst þú missir af því :(

solveig sagði...

Rosalega ertu dugleg að blogga! Ánægð með þetta. Ég er greinilega ekki nógu duglega að lesa og skrifa komentari. Bæti úr því.

Þú stendur þig vel að fara síðust út af barnum. Kúdós.

xxxx sagði...

jájájá hjördís láttu mig þekkja þessar grísku súlur: jónískar, dórískar og kórinþu.

Sólveig, ég er búin að finna fullt af fínum búðum sem þú getur skoðað þegar þú kemur. Það eru útsölur núna

pabbi sagði...

Af hverju frunsa??
Hitt ræðismanninn í Riga á sunnudaginn. Leist vel á þú værir þarna að læra. ÉG á að tala við hann ef þig vantar eitthvað.
Tannkrem á flugnabitð.
Stelpurnar segja hæ.
Pabbi