Nú er komið að upprisu þessa bloggs og er tilefnið vettvangsrannsókn til Bangladesh í tengslum við Masters-verkefni mitt. Hér mun ég deila reynslu minni af ferðalaginu og vonandi myndum en það veltur á internet aðgengi hversu mikið og oft ég skrifa.
fimmtudagur, 11. desember 2008
Brunajól
Í morgun rétt fyrir klukkan 8 vöknum við, veit eiginlega ekki afhverju en kadlinn hafði rumskað eitthvað aðeins fyrr við hvelli og spáði ekkert í það. en við vöknum sem sagt og íbúðin okkar er að fyllast af reyk. Svona pínu óþægilegt en ekki svo mikið að reykskynjarinn hafi farið í gang eða svoleiðis. En þegar við kíkjum út um gluggann sjáum við ekki á milli húsa svo mikill er reykurinn.
svo er bankað á hurðina en ég er eiginlega bara enn í rúminu svona að spá í hvað ég eigi eiginlega að gera. kokkurinn er aðeins skýrari á morgnanna en ég og hann heyrir að nágranninn kallar í gegnum hurðina hvort við séum vakandi. þá ákváðum við að týna á okkur spjarirnar og kíkja út, ekkert panik en þetta var óþægilegt. Við spjöllum við nágrannana þegar við vorum klædd og vorum sammála um að slökkviliðið væri sjálfsagt búið að vekja okkur ef við værum í hættu. þau voru nefnilega úti með slöngur, axir og svona slökkvidót. Við tvö ákváðum að fara niður bara svona til að sjá hvað væri að gerast, aðallega til þess að komast að því hvort við ættum að hafa áhyggjur.
Það hafði þá kviknað í kjallaranum í húsinu við hliðina (við búum í svona raðfjölbýlishúsi) og þeir voru búnir að slökkva þegar við komum niður en reykurinn var enn þá doldið mikill og stóð beint á þakgluggana okkar (hressandi). Áður en við fórum inn aftur horfðum við á eftir tveimur slökkviliðsmönnum upp stigaganginn og inn til okkar, kannski hafa þeir bankað veit það ekki. en þeir voru sko að opna gluggana okkar. Það er doldið síðan ég skúraði og jólahreingerningin ekki alveg yfirstaðin svo okkur fannst við pínu berskjölduð og svona væóleited (veit ekki alveg hvernig íslenskan er á þessu orði violated). en þeir voru sem sagt að reykræsta, svo þegar við mættum þeim sögðu þeir okkur að hafa opna glugga og opið fram á gang til að losna við reykinn. Reykræstingin fór þannig í gegnum þakíbúðina okkar, skemmtilegt og hressandi.
það er enn þá vond lykt í stofunni og ég vona bara að jólagjafirnar sem við erum búin að kaupa lykti ekki af reyk. En þið vitið þá af hverju ef svo er.
miðvikudagur, 10. desember 2008
íííí jóla jóla jóla...gjöf
við fórum reyndar á sunnudaginn líka en þá bara til að rölta og hafa það næs. Við fórum í kristjaníu á hinn árlega jólamarkað, þar mátti sjá allskyns glingur og glögg. En þeir virðast hafa tekið upp gamla iðju íbúarnir og farnir að selja hass uppi á borði á púsjerstrít. Þar voru einu sinni kannabisbásar sem eru farnir og strákar í hettupeysum komnir í staðinn. En á sunnudaginn voru gamlir karlar með fullt af pokum og dollum með allskyns grænu dótaríi. Mér þótti meira til jólamarkaðsins koma og upplifði mig voða smáborgaralega þegar ég fitjaði upp á nefið og hrökklaðist í burtu frá hressu dópsölunum.
En þetta var ofsa næs sunnudagur við náðum okkur í osta í magasín og spæjó hjá götusala, löbbuðum allann daginn og enduðum í frikadellum á nytorv. Mjög dönsk rjómantík þann daginn. Við gengum framhjá skautasvellinu á kongens nytorv en ég er búin að væla um að fara á skauta síðan í ágúst. Ég verð víst að væla eitthvað aðeins lengur þar sem meistarakokkurinn treystir sér ekki eftir að hafa séð börnin skauta í hringi niðrá torgi.
Ég held að ég sé ekkert að blaðra frá neinu leyndarmáli þegar ég segi frá því að kokksi er hættur á den lille fede og kominn með vinnu á premisse. Hann ætlar að vera í kruðeríinu þar alla daga nema sunnudaga og mánudaga. Yfirkokkurinn þar lærði víst hjá honum gordon ramsí, hressa gæjanum í eldhúsi helvítis sem meiddi sig við að veiða lunda í vestmannaeyjum.
Nú sit ég heima ein inni í stofu með jólagjöfina mína starandi á mig. haldiði ekki að stráksi sé búinn að kaupa hana pakka helmingnum inn, stilla pakkaða helmingnum upp inn í stofu og setja hinn ópakkaða helminginn ofan í skúffu og segja mér að opna hana ekki! heyrðu ekki opna þessa skúffu, jólagjöfin þín er þar!!! hver gerir svona, ha?
laugardagur, 22. nóvember 2008
Úti er alltaf að snjóa...
Þetta bjargaði alveg kvöldinu mínu, þegar kokkurinn kom heim sagði hann mér frá manninum sem hann sá dreyfa salti á göturnar fyrr um daginn, ÁÐUR EN ÞAÐ SNJÓAÐI. Þá mundi ég líka eftir einum sem ég sá við ráðhústorgið sem gluðaði einhverju dularfullu hvítu dufti á göturnar. Mér hafði ekki dottið í hug að hann væri að salta. Hvernig er hægt að vera svona skynsamur alltaf, úff þessi þjóð...alltof skynsöm, dreyfir salti ÁÐUR en frostið kemur.
Í morgun sá ég mér til mikillar furðu að snjórinn tolldi þangað til í dag og nú er hitinn við rétt yfir frostmarki. Það er ekki hægt að segja að hér sé snjóþungi á eðlilegum mælikvarða, það er hægt að skrifa nafnið sitt í snjóinn með puttanum en alls ekki hægt að gera engill án þess að skemma snjógallann sinn. Ekki veit ég hvernig veðrið er utan kaupmannahafnar en kokkurinn var að senda mér skilaboð og segja mér að mjólkurbílnum seinki í dag vegna veðurs. Það hlýtur að vera allt á kafi þarna í mjólkurbýlasveitinni...
laugardagur, 15. nóvember 2008
ammæli
Annars erum við á leið í partý í kvöld en vinur kokksins átti líka afmæli í vikunni og hann heldur upp á sitt með pompi og prakt líkt og ég ætti að gera en nenni eiginlega aldrei. Ég veit ekki hvort ég kemst upp með að sleppa veislunni næst, verð að búa til eitthvað búlletprúff plan. En ég fékk svo ekkert ryksugu eða hrukkukrem í ammligjöf sem betur fer. Strákurinn er betur upp alinn en svo að gefa mér svo gildishlaðnar gjafir eða kannski langar hann bara ekkert í topplyklasett eða borvél í jólagjöf.
Annars erum við búin að hafa það ágætt síðan síðast en voða lítið að frétta svosum. Við erum búin að kaupa miða heim um jólin en við komum þann 20. des og förum þann 28. Það verður stuð, ég er nefnilega komin í heví jólaskap get ekki beðið.
æiii ég ætla að hætta áður en ég drep ykkur úr leiðindum, vááá hvað þetta er leiðinlegt blogg orðið. skil vel að hingað kíki enginn lengur, held nefnilega að ég sé orðin óáhugaverð sökum lítillar notkunar á heila. Verð að fara hrissta upp í sjálfri mér og lesa eða leysa krossgátur eða eitthvað...
laugardagur, 1. nóvember 2008
Konukvef
Það er ekkert að mér, ég er bara með kvefskít. Ég hef aldrei lent í slíku áður en þegar ég hringi mig inn veika svarar þessa sýklahrædda (sem er á 12 tíma vakt í dag eins og ég átti að vera á morgun) himinlifandi: já það er bara stórgóð hugmynd að vera heima (hvarflaði reyndar að mér að henni væri eitthvað illa við mig). Þetta er svo á skjön við allt það sem ég hef lært á íslenskum vinnumarkaði, ég hef verið að vinna á stöðum þar sem fólki var beinlínis hælt fyrir að koma veikt í vinnuna. Ég hef klárað vakt með hita og verið beðin um að reyna eins og ég gæti að koma daginn eftir líka. Ég er svo aldeilis skelfingar óskapar hissa, konugreyið var örugglega handviss um að ég hafi ekki tekið hinti og myndi bara mæta hnerrandi útum allt á morgun líka. Það glaðnaði alveg yfir henni þegar ég hringdi um 6 leitið tilkynnti gleðifréttirnar.
Nú sit ég bara ein heima að deyja úr samviskubiti oooog ég þarf að hanga heima á morgun líka og hnerra á meistarakokkinn. Það er eins gott að ég á heila seríu með doktor house á tölvunni minni og svarta engla á hinni tölvunni.
Í gær fór ég niðrí bæ til að gera heiðarlega tilraun til að kaupa jólagjafir, ég er komin í svoddan jólaskap að það er bara ótrúlegt. Ég held að það sé tilraun heilans míns til að hoppa yfir næsta ammæli og bara gleyma því. Djöfull er fríkað hvað ég er orðin gömul (afsakið orðbragðið), ég var næstum því búin að kaupa mér hrukkukrem um daginn! Hvenær byrjar maður annars að því? Er ég ekki alltof snemma í því?
En ég er búin að tala svo mikið um hrukkukrem síðustu daga og vikur að nú ég er orðin skíthrædd um að meistarakokkurinn haldi að ég sé að gefa vísbendingar og gefi mér slíkt á deginum stóra. Reyndar er ég líka búin að tala voða mikið um að kaupa ryksugu, sjitt! Það væri skilnaðarsök er það ekki?
miðvikudagur, 8. október 2008
Karlakvef
Í vinnunni minni þarf maður að taka að sér ýmis verkefni og fékk ég nokkur núna í síðustu viku. Ég á að sjá um að panta matinn, pínku skerí þar sem forveri minn var rekinn úr stöðunni fyrir að standa sig ekki. Held að þið getið alveg ímyndað ykkur hvað gerist ef maturinn fer í fokk, týpískt eitthvað til að verða brjálaður yfir. Ég verð því að standa mig og temja mér eitthvað sem heitir skipulagshæfni og á meðan ég man ætti ég að fletta því orði upp í orðabók. Mér hefur aldreiiii tekist að vera skipulögð og ég fékk meira að segja í magann þegar ég laug því í atvinnuviðtalinu að mér hafi tekist að temja mér skipulögð vinnubrögð í námi og starfi. Það var örugglega stærsta lygi lífs míns.
nú liggur meistarakokkurinn heima lasinn, hann er með svokallað karlakvef. Það er miklu verra en það kvef sem við konur fáum. Það þarf að annast karla með kvef og það hef ég gert með miklum sóma að mér finnst. Hjólaði út í apótek, bakarí og sjoppu, kom heim með hóstasaft, hálsbrjóstskykur, rúnnstykki og ís. Hann hefur allt það sem karlakvef krefst og nú situr hann hérna með húfu og trefil og aumkar sér við mömmu sína í gegnum msn. Ég veit ekki hvað hann gerir þegar ég fer í vinnuna eftir klukkutíma, vona bara að hann hafi það af.
Nú er amma örugglega farin að vorkenna stráknum því ég geri svo mikið grín að honum en þetta karlakvef er bara staðreynd og hann benti mér á það sjálfur. hér er heimild um slíkt:
ég er farin að finna bjöllu handa stráknum
fimmtudagur, 18. september 2008
Kastalinn hans Hamlets
Við fengum fyrirlestur um leið og við gengum í gegnum kastalann sem var voða fínt nema hvað athyglisbresturinn minn leyfir mér ekki að njóta slíks til fullnustu. Ég gerði mitt besta til að fylgjast með en maðurinn var svo skrítinn sem var að tala. Hann var með rakað hár nema hvað hann hafði augljóslega gert það sjálfur svo það voru blettir hér og þar sem hann hafði ekki náð til, svona helgidagar. Hann var í allt of stuttum buxum, sem voru þröngar líka og hann hafði troðið fullt af dóti í vasana. Það sem gerði mig alveg brjálaða var að hann lokaði alltaf augunum þegar hann talaði. En það var samt ekkert honum að kenna að ég gat ekki fylgst með ég verð bara svo þreytt þegar ég þarf að hlusta á fyrirlestra, finnst ég bara komin í barnaskóla aftur og langar helst að hvísla og senda miða með skilaboðum til sessunauta minna. En alla vega hér eru nokkrar myndir.
Okkur þótti gosbrunnurinn doldið unimpressiff þegar við komum fyrst en fengum svo að heyra að svíarnir hefðu stolið honum og að þetta hafi verið rosa smart. Bölvaðir Svíarnir!
Það voru svona ofsa fínar myndir í loftinu sums staðar. Þegar þarna var komið við sögu var ég orðin þreytt og alveg hætt að hlusta.
Þetta er hurð sem var pöntuð frá afríku eða eitthvers staðar langt í burtu sem ég man ekki alveg. En hún var svo lengi á leiðinni og á meðan brann kastalinn eða allt sem var inni í honum svo þetta er það upprunalegasta (er ég að tala doritísku núna?). Hurðin átti að vera á svefnherbergi drottingar en ákveðið var eftir brunann að hafa hana einhvers staðar þar sem hún sést eftir að allt annað hafði brunnið. Svo nú er hún í partísalnum.
Stráknum þótti rosa gaman í kirkjunni (not)
Eftir að hafa skoðað kastalann fína fengum við okkur nesti á pikknik ería sem er staðsett rétt hjá og eins og áður sagði var það sá hluti ferðarinnar sem stóð upp úr hjá mér. Ég vandaði mig líka svo við að búa til nestið. við vorum með svona lúksus nesti að hætti dana. Þegar við höfðum setið þarna í örskamma stund kom dönsk fjölskylda og þau voru með kaffi á brúsa og postulíns bolla. Þar klikkaði ég, man það bara næst.
Það voru epli á trjánum í garðinum!
mánudagur, 15. september 2008
Jeg (hjarta) Ama'r
Í gær fórum við til Helsingör að skoða kastalann hans Hamlets. Það var voða fínt, fórum í lest og tókum með okkur nesti. Mér þótti mest gaman að nestinu undir berum himni (í september!) en það er nottla af því ég er matargat. Meistarkokkinum fannst mest gaman að skoða kjallarann þar sem var dimmt og Holger danski á heima. Hann er risi sem á að koma og bjarga málunum ef allt fer til fjandans í Kronborg (kastalinn hans Hamlets). Við tókum fullt af myndum sem kannski birtast hér síðar, veit ekki hvort þær eru nógu skemmtó.
En eftir að hafa skoðað kastalann röltum við aðeins um litla sæta bæinn og var hann rosa hljóðlátur og kósí. Settumst á útikaffihús (í september!) þar sem var fullt af ilmandi gróðri. En eftir að hafa rölt um og fengið okkur smá hressingu ákváðum við að taka bátinn yfir til Helsingborgar í Svíþjóð. Það var pínu stuð, tók aðeins 18 mínútur og það var fríhöfn og allt!
Mér fannst þetta svo gaman að mig langar bara í fleiri ferðalög.Ég hef samt komið þarna einu sinni áður með Hafdísi og Stulla 1991 (sirka) ég mundi ekkert eftir því að það hefði verið svona krúttlegt. Næst langar mig til Berlínar, ekki það að Helsingör og Berlín eigi nokkuð sameiginlegt.
Vinnan er aðeins farin að venjast þó mér finnist alveg óbærileg tilhugsun að vera þar þangað til ég fer í skóla. Nú er ég farin að keyra eins og meistari um allar götur í risastórum fatlaðrabíl. Það er svona lítil rúta með liftu að aftan. Alltaf þegar ég fer á rúntinn með fatlafólin sem þeim þykir rosa stuð þá veifa mér strætóbílstjórar og aðrir atvinnubílstjórar, svona eins og ég sé með þeim í liði eða eitthvað.
Áðan fórum við í kaffi og tebúð því okkur vantaði slíkt. Þar rákum við augun í amagerbaunina og að sjálfsögðu örkuðum við út með amagerkaffi undir hönd. Svona erum við orðin innfædd.
p.s. getur það verið að grænt te virki svæfandi á mig? einu sinni keypti ég mér grænar te töflur til að hjálpa við skólabókarlesturinn en sofnaði alltaf svona hálftíma eftir að ég gleypti þær. Núna var ég að vakna af værum blundi eftir að hafa drukkið japanska græna teið sem við keyptum í fínustu kaffi og te- búð amager.
föstudagur, 29. ágúst 2008
don't look any further
Sem ég sit hérna ein í stofunni og söngla með heyri ég að ég hef þetta ennþá, ég hljóma alveg eins og þessi gella!
Spurning um að fara að brydda upp á þessu skemmtiatriði aftur það gerði alltaf mikla lukku í partýum!
Sjálfstæðisbrölt
Herlegheitin voru versluð í Ikea en auk þess að fjárfesta í rúmi voru kommóða, fataprestur og ýmislegt smálegt keypt. Þegar dótið var komið í hús tók við samsetning og þá rann upp fyrir mér helsti munur þess að vera einhleyp og vera farin að búa. Hann setti allt heila klabbið saman á meðan ég sat og rétti honum skrúfur. Hér áður fyrr gerði ég allt svona sjálf eða hringdi í mömmu til að biðja um hjálp. Jiii hvað þetta var skrítið, ég vissi ekkert hvað ég átti af mér að gera á meðan.
Í stað þess að vera létt og guðslifandi fegin að vera laus við þetta puð eins og ég hefði haldið að ég yrði fann ég til vanmáttarkenndar. Mér fannst ég ekki vera að leggja mitt af mörkum til heimilisins og ákvað því að elda (sem gerist mjög sjaldan) til að vera ekki alveg gagnslaus. Þegar meistarakokkurinn hafði lokið við að skrúfa saman rúmið heimtaði ég að setja saman fataprestinn bara til að friða samviskuna mína. Þegar það gekk svo ekki alveg sem skildi reyndi krúttið að hjálpa mér og þá gelti ég á hann og sagðist nú bara alveg geta þetta sko! En klemmdi mig svo og rétti stráksa bara skrúfjárnið gjörsamlega buguð.
Mikið ferlega þótti mér þetta skrítin tilfinning, mér fannst vegið að sjálfstæði mínu. Er þetta tilfinningin sem dr. Phil talar um þegar karlarnir í þættinum hans vilja ekki leyfa konunum sínum að vinna úti? Sjálfstæðið mitt var alla vega það sem mér þótti vænst um þegar ég var súper-einhleypingur. Það hefur samt ekkert horfið sko, ég þarf bara að minna mig á það stundum að ég get alveg sjálf þó að ég fái hjálp núna. Þetta heitir víst samvinna.
Annars flaug þessi tilfinning út um gluggann þegar ég lagðist til hvílu, þvílíkur munur! Eins og ég sagði þá erum við búin að sofa á dýnu síðan við fluttum á Valmúgann en ég var bara sátt. Þegar rúmið er komið uppgötva samt ég hvað dýnan var óþægileg ein og sér, ég svaf til hádegis í fyrsta sinn síðan ég kom hingað.
Til þess að rétta aðeins af jafnréttishallann sem varð hér í gær ákvað ég að eiga bláu inniskóna og gaf meistarakokknum þá bleiku.
föstudagur, 15. ágúst 2008
Bolti og Borgarstjórn
Ég sá rétt bláendann á leik íslendinga og þjóðverja og mikið varð ég glöð. Hugsaði: já núna kemur þetta skoh! er enn á þeirri skoðun. Það var skrítið að horfa á leikinn með dönskum þuli (dönskum þul? vá hætt að kunna íslensku, hvað geri ég þá? kann ekki dönsku heldur) en hann var heldur lítið imponeraður yfir þessum stórglæsilega sigri fyrrum nýlendu þeirra. Reyndar var hann svo lige glad að ég beinlínis móðgaðist, puh eins og þeir geti ekki glaðst með okkur. Ég ætla að horfa á laugardaginn þegar við rústum baunum og mæta svo í vinnuna á mánudaginn í íslensku fánalitunum og syngja: danmark er et tegneseriehold, tegneseriehold! (þýðist: Danmörk er lið sem inniheldur teiknimyndafígúrur, teiknimyndafígúrur!). Það mun sýna þeim hvar Davíð keypti ölið.
Hef oft verið spurð hvort íslendingum líki ekki illa við dani og ég svara alltaf í hreinskilni að svo sé bara ekki, okkur er eiginlega alveg sama. En þessar spurningar vekja mig samt til umhugsunar og nú er ég eiginlega komin á þá skoðun að það sé frekar á hinn veginn. Við förum í taugarnar á þeim.
p.s. Er einhver að sjá hversu skáldleg ég er í titlasmíðum?
fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Nýhöfn og negulnaglar
ég náði að setja inn myndirnar sem ég ætlaði að setja inn um daginn. Eftir svona mikið erfiði vil ég endilega hafa þær hérna þó að allt í einu virðist þær hundómerkilegar. En alla vega, um daginn fórum við á nyhavn í blíðskaparveðri, þennan dag ómaði jass um alla borg og var höfnin ekki undanskilin.
Við höfðum það einnig af að drífa okkur á listasafnið.
mér fannst þetta svo fínt hjól og er nú búin að setja það á afmælisgjafalistann. Meistarakokkurinn myndi ekki láta grípa sig dauðann á vespu sem þýðir bara eitt: Ég fæ að hafa hana í friði.
Aftur nyhavn, þetta var bara svo fínn dagur. Hér sátum við á bátabar eða barbát eða bárbat eða bleh veitiggi. Þetta er sem sagt skip sem er búið að breyta í bar og selur ökólógiskan bjór og spilar júróteknó.
Í dag er ég í helgarfríi þar sem ég á að vinna á laugardag og sunnudag. Í gær eldaði ég í vinnunni þann skrítnasta kjúkling sem ég hef á ævinni eldað. Hann var soðinn í potti með stjörnuanís, kanilstöngum, kardimommum og negulnöglum og aprikósum. Færeyska stelpan sem vinnur með mér labbar inn í eldhús, finnur matar"ilminn" og segir: mmmm þetta minnir mig á blóðmör. Í Færeyjum nota þau kanil og rúsínur í blóðmörina sína það fannst mér rosa spes en henni fannst líka spes að heyra að amma mín notar nagla til að loka þeim. Það finnst reyndar fleirum.
laugardagur, 2. ágúst 2008
bölvuð nettengingin
Ég hef tekið doldið af myndum þegar við erum að spóka okkur um bæinn eða bara að hanga heima, það þarf ekki mikið til að vélin sé tekin fram. En ég reyndi að setja nokkrar inn um daginn en ekkert gekk þar sem bölvuð tölvan mín fílar ekki nettenginguna hérna. Meistarakokkurinn svífur á öldum veraldarvefsins eins og enginn sé morgundagurinn en það virðist vera sem svo að ég sé undir álögum. Það er einhver þarna úti sem vill ekki að ég sé nettengd, ég er viss um það því þetta er ekki fyrsta netið sem er með leiðindi við mig. En alla vega nú ætla ég að reyna aftur, sjáum hvort það virkar.
Heyrðu, þetta tókst!
ég á það til að tala svo mikið og vilja svo mikið segja frá að ég gleymi alveg að gera ráð fyrir því að fólk hafi kannski öðrum hlutum að sinna. Meistarakokkurinn hefur fengið að finna fyrir því en tekur þessu með miklu jafnaðargeði. Hann kann nefnilega að sóna út og einangra sig frá umhverfinu sínu, röddin í mér verður bara suð og hann getur sinnt verkefnum sínum í friði. Hér má sjá þegar ég var komin inn á baðherbergi á eftir honum, það má glögglega sjá að athygli hans beinist eingöngu að rakstrinum og ég er ekki viss um að hann hafi vitað af mér þarna einu sinni. Er nokkuð viss um að þessi eiginleiki hans eigi eftir að verða okkur til góðs um ókomna tíð.
uuu neibb nó dæs, það koma ekki fleiri. búnað reyna í hálftíma og hef ákveðið að gefast upp. Þær koma kannski seinna.
Annars ekkert mikið að frétta: finnst vinnan mín ekkert spes, hlakka til að fá unu í heimsókn og veðrið ofsa gott.
laugardagur, 26. júlí 2008
leikur að orðum
Fórum á ströndina í gær og tókum með okkur nesti í þetta skipti að hætti dana. Vá hvað ég hef litla eirð í mér til að liggja svona, næst tek ég með badmintonspaðann, fótboltann, taflborðið og sudokurnar. Meistarakokknum tókst þó að halda mér rólegri í tvo og hálfan tíma með plötusnúðstilþrifum. Hann tók ipoddinn nefnilega með og ofsalega fyndnu gettóblasterhátalarana sem ég fékk í jólagjöf frá mömmu fyrir tveimur árum. Það er hægt að hengja þá í beltið sitt, labba með það út um allt og dreyfa þannig gleðinni. Ég get ekkert hangið svona úti án þess að vera gera eitthvað magnað, þetta er ekki hægt. Hér eru engin fjöll svo ég þarf að læra að vera úti og gera ekkert.
Rétt hjá okkur er ofsa fínn garður þar sem fólk kemur og hangir heilu og hálfu dagana. Sumir drekka bjór, aðrir grilla á engangsgrillum og enn aðrir liggja í sólbaði. Þetta er eiginlega fullkomið tækifæri til þess að æfa sig í að gera ekkert. Þangað er hægt að fara tiltölulega fyrirhafnarlaust og að sjálfsögðu jafn auðvelt ef mann langar heim strax aftur sem er kostur. Ég er ein heima í dag og er að spá í að nota daginn í að æfa mig í að gera ekkert í hverfisgarðinum. Já vitiði, ég held ég geri það bara! smelli mér yfir með allt mitt haberdasj.
laugardagur, 12. júlí 2008
Pirripú
Annað sem fer í taugarnar á mér þessa dagana: Íslendingar taka ekki við hælisleytendum! Af hverju ekki? Jafn vel ekki þegar hælisleytandi á konu og barn á Íslandi, kommon! Af hverju í ósköpunum ættu Íslendingar ekki bjóða fólk velkomið? Dyflinnarsamningur smyflinarsamningur! við höfum pláss og getu til þess að taka á móti fólki sem til Íslands vilja koma. Ég las líka að útlendingastofnun hafi viðurkennt að hafa ekki skoðað aðstæður hælisleytenda á Ítalíu sem eru víst ofsalega slæmar og líklegt er að Herra Ramsey verði sendur til Kenýu aftur þar sem hann á sér ekki viðreisnar von (Davíð Þór Jónsson, Vita Facilis). Ég hef aðeins náð að fylgjast með þessu máli á mbl en geri mér grein fyrir því að ég er sjálfsagt ekki eins vel að mér í þessu máli og ég gæti.
En ég veit þó eitt, Dyflinnarsamningurinn er ekki gerður til þess að loka landamærum fyrir flóttamönnum og hælisleytendum. Samningurinn er hluti af Schengen samningnum sem við erum aðilar að (sem er bæ ðe vei kominn undir fyrstu stoð Evrópusambandsins og er því yfirþjóðlegur, ví ar ólreddí ðer pípúl væ not djóin) og átti að tryggja það að hælisleytendur væru ekki sendir heim aftur eða fram og til baka áður en mál þeirra væru tekin upp. Samningurinn er til verndar hælisleytendum og til þess að þeir verði ekki sendir beint heim aftur. Það er því skylda þess lands sem hælisleytandi kemur fyrst til innan schengen að taka upp málið svo að alla vega einhver geri það. Samningurinn er ekki til þess að fría önnur lönd ábyrgð því hann kemur ekki veg fyrir að önnur lönd taki upp málið. Nóta bene það er ekki hægt að fljúga beint til Íslands frá Kenýa svo það er líklegt að Herra Ramsey hafi þurft að millilenda einhvers staðar innan schengen áður en hann kom til Íslands (hjúkkitt fyrir Björn Bjarnason og Útlendingastofnun). Ef þið viljið lesa meira um þetta má lesa bloggið hans Eiríks Bergmanns eða bækurnar hans.
Og svo ekki sé minnst á bölvaða stóriðjustefnuna! oh ég er reiður Íslendingur.
sunnudagur, 6. júlí 2008
Rólegheit á heitum sunnudegi
Síðast þegar ég fór á útitónleika í garði var það þegar Sigurrós spilaði um árið á Klambratúni (ekki núna um daginn) og bauð fólki að koma frítt. Þá vorum við Hjördís og Herdís með stóla með okkur og teppi, ofsalega pró. Við vorum komnar snemma og fundum okkur fínasta pláss til að hlamma okkur niður algjörlega búnar að gleyma því hvernig íslendingar haga sér. Eftir korter gáfumst við og hinir örfáu sem ætluðu að hafa það kósý upp og stóðum upp til að ekki yrði trampað á okkur. Mér varð hugsað til þessara tónleika í dag.
Eins varð mér hugsað til Kim Larsen tónleikanna sem við Sólveig og Snorri fórum á hér í köben þegar ég kláraði sálfræðina. Þegar tónleikarnir voru búnir gengu tónleikagestir rólega út og biðu í röð eftir yfirhöfnunum sínum. Það þótti mér magnað.
Ég er samt farin að hallast að því að við séum skemmtilegri
laugardagur, 5. júlí 2008
Ragnar Eiríksson rauði
Byrjuð að vinna og búin að vera á kvöldvöktum þessa viku og jeminn hvað það er alltaf erfitt að byrja aftur eftir skólasetu og almennt iðjuleysi. Mér líkar bara ágætlega en í gær var ég á síðustu vakt þessarar viku og orðin svo þreytt að ég gat varla talað, allavega ekki dönsku.
Við fórum á ströndina um daginn enda veðrið orðið eins og á majorka. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað: Ég smyr á mig samviskusamlega sólarvörn sem keypt var í tiger (þó ég hafi ekki haft mikla trú á því gluði) og skipa meistarakokki að gera slíkt hið sama. Hann segist ekki brenna rétt eins og svo margir íslendingar: verð bara doldið rauður og svo brúnn! Ég er ekki mamma hans svo ég læt gott heita en hvísla nú samt að honum sjáum til í kvöld neneneneh!
Eftir ströndina fer ég að vinna og kokkur heim að þvo þvott og vaska upp. Þegar ég labba svo upp tröppurnar í íbúðinni eftir vaktina segir hann í uppgjafartón: okei það er bannað að dansa æ tóld jú só dansinn!
Þetta er afrakstur strandarferðar (ég veit ekki hvort myndin geri skaðbrunanum nógu góð skil). En núna fjórum dögum seinna lítur hann nákvæmlega eins út og í gær urðu vinnufélagarnir mjög stoltir þegar þeir sáu að nýji útlendingurinn var kominn í fánalitina. nota bene þegar hann fer úr buxunum fær maður ofbirtu í augun því lærin eru svo hvít.
Ég skemmti mér konunglega yfir þessu og hlæ að honum við hvert tækifæri. Sit og glápi á bumbuna á honum og pota í hann með reglulegu millibili við litla kátínu drengsins. Ég komst líka að því að sólaráburðurinn úr tíger svínvirkar því ég brann ekki nema á smá bletti á bakinu sem ég náði ekki til (það er pínu vont en ég get víst ekki kvartað). Ég er með ógeðslega fyndin puttaför á bakinu eftir sjálfa mig og áburðinn.
Hef heyrt svo marga karla (og konur reyndar líka) lýsa því yfir að þeir brenni bara aldrei, verð bara doldið rauður og svo brúnn seinna. Mig langar doldið að útskýra: Ef þú ert orðin/nn rauð/ur þá er orðinn skaði af völdum sólarinnar, brúnkan er líka skaði. Litabreytingin er viðbrögð húðarinnar við skaða. Húðkrabbamein er algengt á Íslandi og ekki bara af því sumir fara rosamikið í ljós, fólk notar ekki sólarvörn. Því það brennur ekki skiluru!
Þessa vísu hefur meistarakokkurinn fengið að heyra doldið síðustu daga og smyr hann sig nú í bak og fyrir þó hann sé fullklæddur og inni allan daginn í vinnunni. Mér þykir þetta voða gaman, alltaf gaman að hafa rétt fyrir sér nani nani búbú!
Inga, gaman að heyra að þú kíkir við hérna. vona að íslandsförin hafi verið skemmtó en heimboðið hingað stendur enn, það er svaka stuð hérna líka;)
Arna, já það væri gaman að plana eitthvað stuð í köben og groeningen (amma kolla sagði að Þetta væri líklega ekki rétt skrifað)
góðar stundir,
p.s. ég er með voða intelektjúal grein í smíðum (neh kannski ekki intellektjual en einhverjar hugleiðingar) sem ég pósta bráðum. mig er farið að hungra í að lesa fræði og hugsa aftur svo þið fáið að kenna á því.
fimmtudagur, 26. júní 2008
mánudagur, 23. júní 2008
montímontmont
jebb æm vei smart!
föstudagur, 20. júní 2008
Íslendingar leynast víða
Nú þegar ég er komin á hjólið er voða auðvelt að flækjast um og nú sit ég á kaffihúsi oní bæ og sötra latte á meðan ég glápi út um gluggann. Það er alltaf jafn gaman og ég góní út í allar áttir og grandskoða fólkið hvar sem ég kem. Danir eru svo kurteisir að ef þeir halda að þeir eigi að þekkja mann þá bara brosa þeir svo ég hef uppskorið fjölmörg brosin frá ókunnugu fólki síðan ég kom. En um daginn sá ég mann út um gluggann á strætó sem mér fannst ég kannast við og núna áðan fékk ég grun minn staðfestan þegar ég hjólaði fram hjá honum. Sævar Síselskí býr í köben og ég er alltaf að rekast á hann.
fimmtudagur, 19. júní 2008
nýja íbúðin
Nú þurfum við ekki lengur að húka á dýnu inn í herbergi heldur höfum við bæði stofu og skrifstofu:
Það má alveg koma fyrir fleiri húsgögnum en þetta dugir í bili og erum við hæstánægð með það sem komið er. Það mun svo bara bætast hægt og rólega við þegar fjárhagur leyfir.
dýragarðurinn
mánudagur, 16. júní 2008
Af flutningum
Flutningar gengu vel og sófinn fíni flaug upp morðtröppurnar og kommóðan sömuleiðis. Það verður eins og hjá fólki hérna bráðum.
þriðjudagur, 10. júní 2008
Skatturinn, Skadestuen og Tivolí
Ég er búin að fá tvö dönsk símtöl í dag, geri aðrir betur. Hann Rasmus nýji yfirmaðurinn minn hringdi klukkan 9 (danska í morgunsárið svíkur engan) til að segja mér hvenær ég byrja og svona. Hann er greinilega vanur að tala við útlendinga og þau öll sem töluðu við mig í viðtalinu því ég skil allt sem þau segja. Hann Erik hjá skatta-eitthvað hringdi líka og hann skildi ég bara alls ekki! gvuðð hvað þetta var fyndið símtal. Fyrst hélt ég að hann væri að bjóða mér vinnu, svo hélt ég að hann ætlaði að senda mér skattkort en svo komumst við að þeirri niðurstöðu að ég myndi bara hringja þegar ég vissi meira um þessa vinnu sem ég er búin að fá. Hann vildi fá einhverja prósentu og dagsetningu, svona eftir á að hyggja get ég alveg ímyndað mér að hann hafi viljað vita hvenær ég ætlaði að byrja og hversu stórt starfshlutfall mitt yrði en það bara gerðist allt svo hratt. Við vorum bæði farin að flissa í lok símtals.
Helgin var fín, foreldrar kokksins komu með frænkur til að versla og fara í tívolí. Það er ekki hægt að segja annað en að markmiðin hafi verið uppfyllt með sóma. Ég missti af verslunaræðinu sem greip stelpurnar í HM þar sem ég beið á skadestuen eftir að fá pensilín. Náði mér í smá sýkingu í fótinn, panikkaði og hljóp á slysó (ég meina það var komin rauð lína þvert yfir ristina á mér og eins og allir vita er það merki um yfirvofandi dauða). En við hittum þau öll í tívolíinu á laugardaginn og þar voru tækin prófuð hvert á fætur öðru. Stelpan sem þetta ritar lét að sjálfsögðu ekkert stöðva sig í að prófa öll hættulegustu tækin frekar en venjulega (iiiii glætan!).
Djöfull hafa tækin stækkað síðan ég var þarna síðast maður! Ég sá töfrateppið gamla sem amma fór í á meðan ég geymdi veskið hennar hérna í denn. Það leit út eins og smábarna-tæki við hliðina á þessum hrikalega fallturni, rússíbana og himnaskipi (sem eru bara rólur sem hífðar eru upp í hæð sem ekki er ætluð mannfólki og svo danglar fólk þarna í heillangan tíma og snýst í hringi). Síðast þegar ég fór í Tívolí var það með Hafdísi, Stulla og Ömmu Kollu (og einhverjum fleirum ég man ekki hverjum) og ég lýg því ekki Amma fór í fleiri tæki en ég. Þá lét ég klessubílana og parísarhjólið nægja, þá uppgötvaði ég líka lofthræðslu mína svo núna lét ég tækin bara alveg eiga sig. Meistarakokksmóðir fór í litla rússibanann og ráðlagði mér að vera bara ekkert að þessu, ég tók þeim ráðlagningum enda hlýðin stelpa.
fimmtudagur, 5. júní 2008
Vinna Vinna
Í dag ætla ég að smella mér til Lundar þar sem Robert rigafari býr. Það verður stuð! Kannski rifjast upp fyrir mér vikurnar hjá Hafdísi og Stulla 1991, best að fara dánlóda roxette og setja á æpoddinn. Þá kemst ég örugglega í fíling.
miðvikudagur, 4. júní 2008
dókúmentasjón
eldhúsið fína og eldavélin, það virkar bara önnur hellan en það er allt í lagi við eigum bara eina pönnu og engan pott.
Fyrsta kvöldmáltíðin, borðbúnaður er á bretti á leiðinni yfir hafið svo við notumst við viðhaldsfrítt leirtau á meðan. Kertið alveg gerði máltíðina!
Til hvers að deita meistarakokk ef hann getur ekki eldað oní mann endrum og eins?
En hann er til fleiri hluta nýtur, strákurinn! Hér er hann að stilla spánýja sjónbartið okkar og ég dókumentera, það þarf einhver að vera í því (hér má sjá ef vel er rýnt skaða sólarinnar á nefi húsfreyju)
Annars eigum við tvær auka dýnur og sófinn kemur á brettinu svo það er hægt að hýsa hér með góðu móti þrjá gesti og jafnvel fleiri ef viljinn er fyrir hendi. Um að gera að panta og mæta svo bara.
fréttir af amager
Jæja þá erum við flutt inn og voða ánægð með þetta allt saman. Íbúðin er björt og falleg en helvítis stiginn er doldið pein. Við verðum komin með rasskinnar úr stáli áður en líður á löngu.
Dótið okkar er á leiðinni og það verður fjör að koma því þarna upp.
Þegar inn er komið blasir þó við bjart og skandinavískt himnaríki. Með tveimur rúmgóðum herbergjum, sætu eldhúsi og rúmgóðu baðherbergi með baðkari og alles (það er víst sjaldséð sjón hér í köben).
Ég fór í atvinnuviðtal í morgun og fór það fram á dönsku. shííís hvað maður er orðinn fær! Ég fæ að heyra seinna í dag hvernig fer en ég er beggja blands sjálf. Veit ekki hvort ég nenni meira sambýli en þetta virkaði allt voða faglegt og fínt.
fimmtudagur, 29. maí 2008
Hvítruslahjónin á Valmuevej
Meistarakokkurinn fór í klippingu hjá arabanum á horninu og sportar nú klippingu í ætt við amerískra hermanna. Ég fór í dag að versla í matinn og rakst á þessar líka fínu sólbrillur í tiger (tuígah á dönsku). Svo nú getum við skötuhjúin verið aldeilis í stíl.
Í dag dembdi ég mér á ströndina og komst að því að ég bara verð að kaupa einhverjar töflur, ég gjörsamlega soðna í þessum íslandsvetrarskóm, svona fyrir utan hvað ég er púkó innan um alla frjálslegu og líbó danina í pilsunum og sandölunum.
Nú fer að líða að helginni og við förum að flytja á Valmúaveginn þar sem ég hef ákveðið að rækta kryddjurtir í glugganum og baka allt brauð. Nei djók, myndi aldrei nenna því en ég hlakka samt til að geta farið að elda aftur.
þar til næst, Barbara Anne (eða eitthvað annað álíka hvítruslanafn) og Billy Bob biður að heilsa
þriðjudagur, 27. maí 2008
Bölvuð verðbólgan
Hérna er ég búin að fara tvisvar í búð og gera pínu mistök, í annað skiptið setti ég körfuna á bandvitlausan stað en maðurinn sem afgreiddi útskýrði rólega fyrir mér hvar hún átti að vera (voða vinalegur í framan). Núna þegar ég fór í Apótekið þurfti ég að skila eiginlega öllu aftur því það var ekki hægt að nota kort nema það væri Dankort og ég var ekki með nógu mikinn péning með mér. Ég hefði panikkað ef ég hefði verið í Riga enda hefði ég ekki getað sagt á lettnesku afsakið ég er ekki með meiri pening og hélt að ég gæti notað kortið. Það gat ég á DÖNSKU og svo brosti ég bara og konan brosti á móti og í sameiningu tókum við úr pokanum og reiknuðum hversu mikið ég gat keypt. Ég gekk heim ógisslega stolt því þessi samskipti fóru algerlega fram á dönsku, ég þurfti líka að biðja um hjálp við að velja sjampó á dönsku. Mér finnst ég ótrúlega klár í dag.
En talandi um pééninga, vá hvað reikningurinn minn er að tæmast hratt. Nú má verðbólgan aðeins taka pásu. Allir mínir peningar eru íslenskir og sjííís hvað þeir hverfa í ekki neitt. Ég hef í alvöru eiginlega ekkert keypt nema handa mér og kokkinum að borða (fyrir utan kjólinn sem kostaði ekkert) og ég er orðin blönk! Held að það sé best að geyma stórinnkaupin (skó, sængur og svoliss) þangað til íslenska krónan hefur jafnað sig einhvern tíma á næsta ári.
mánudagur, 26. maí 2008
komin til köben
Fórum í kristjaníu (hef aldrei komið þangað) og síðan kíktum við á hverfið þar sem við ætlum að eiga heima. Það er voða huggulegt bara með blómum og trjám í massavís, voða rólegt og bara sætt. Ég hlakka voða til að sjá íbúðina sjálfa en hverfið lofar góðu. Við erum aðeins út úr en ef maður á hjól skiptir það engu máli. Við gengum úr kristjaníu í hverfið, mér fannst það langt en ég hafði líka bara sofið í þrjá tíma svo það er ekkert að marka.
Í dag er hellirigning og bara kalt, uss ég sem var komin í sumarfílinginn. En ég lét mig nú hafa það og fór í búðir. Nennti ekki niður í miðbæ en tók metróið í næstu kringlu þar heyrði ég tvær stelpur tala íslensku en það voru einu útlendingarnir sem ég tók eftir. Ég lét rigninguna ekki á mig fá og keypti sumarkjól og appelsínugulan bol. Ég tók nefnilega eftir því í góða veðrinu í gær að ég á engin föt sem hægt er að njóta sólar í. Ætlaði nú samt bara að kaupa skó sem eru ekki lokaðir en fann ekkert svoleiðis, ég neyðist víst til þess að fara aftur á morgun.
miðvikudagur, 14. maí 2008
Friðbert, sérlegur verndari fegrunarnefndar
Sólveig bættist í lið Fegrunarnefndar eftir að ég hafði verið þar eitt sumar. Við hjóluðum saman um allan bæ með sérhönnuðu Fegrunarnefndarblokkirnar og skrifuðum athugasemdir sem féllu í misgóðan jarðveg húseigenda. Það var svo símatími í hádeginu þar sem fólkið gat hringt inn og kvartað undan þessum miðum eða komið með hvers konar athugasemdir. Fólk hringdi nú ekki mikið en hjartað tók kipp í hvert sinn þar sem við máttum búast við allskyns reiðilestri og lái nú hver sem vill húseiganda sem fær miða þar sem honum er sagt að slá garðinn sinn að hann verði reiður. Einhver talaði um stalinisma en aðrir bentu nú á að nágranninn væri miklu verri.
Þó að símtölin væru óþægileg fannst okkur erfiðari tilhugsun ef við myndum mæta íbúa í þann mund sem við vorum að setja miða inn um lúguna. Við vorum satt best að segja mjög kvíðnar því og hlupum yfirleitt eins hratt og við gátum og fleygðum okkur á hjólin í svona gettavei eins og sjá má í bíómyndunum. Til þess að róa taugarnar örlítið bjuggum við til plan, maður þarf alltaf að hafa plan. Þetta var kannski í meira gríni en alvöru en samt sem áður hjálpaði okkur að vita að við gætum þóst vera að heimsækja einhvern í húsinu ef við yrðum gripnar glóðvolgar. Þá myndum við bara spyrja er blabla heima? þá fengjum við svarið nei hann býr ekki hér og gætum lagt á flótta. Mjög gott plan.
En við sáum samt strax fyrir ákveðið vandamál... hvað ef það býr einhver í húsinu með að nafni blabla ? (ekki í alvöru blabla heldur eitthvað nafn sem við værum búnar að ákveða skiluru) þá fengjum við svarið: já augnablik. Þetta var ekki mjög aðlaðandi tilhugsun og þá værum við lentar í enn meiri bobba en ef við hefðum bara rétt bölvaðan miðann og sagt viðkomandi að reita arfann. Það var ljóst að hér var aðeins eitt í stöðunni...við urðum að finna nógu helvíti (afsakið orðbragðið) óalgengt nafn, bara nafn sem enginn heitir í alvörunni en er samt alveg til. Eftir miklar bollaleggingar komumst við að niðurstöðu með nafn og vorum þá til í slaginn.
Nú rétt í þessu var ég að lesa grein á mbl (sorrý kann ekki að setja svona linka inn) en þar kom fram að hann Friðbert Traustason sem er framkvæmdastjóri samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja er alveg steinhissa á öllum uppsögnunum hjá Glitni. Ég las fyrstu setninguna og hugsaði með mér: sjúkk að ég var ekki á tröppunum heima hjá honum þegar ég fékk tækifæri til þess að framkvæma planið mikla (mætti gamalli konu þegar ég var í þann mund að troða svona snepli í lúguna, hún horfði á mig eins og ég væri þroskaheft þegar ég spurði eftir Friðberti).
mánudagur, 12. maí 2008
Þegar við Sólveig hlupum 10 kílómetrana í sumar...
Það er samt notalegt að vakna á morgnana og þurfa ekkert að fara á fætur frekar en ég vil. Það er ekkert sem liggur á og ég get bara ákveðið hvað mig langar að gera ekki hvað ég þarf að gera fyrst.
Við meistarakokkurinn erum aðeins farin að plana húsgagnamál, ótrúlegt en satt þá erum við bara sammála. Við ætlum að kaupa dýnu og svo bara stela rest (jújú þannig er það gert í köben hann hefur séð það gert) en til þess að tie the room together kaupi ég sætt og dúllulegt smádót. Svo bara allir panta tíma í heimsókn á Valmúganum.
Það getur bara vel verið að ég fari í sund í dag en ég er samt ekki alveg búin að ákveða það. Út að hlaupa? það er langt síðan ég hef gert það. Fékk smá nostalgíukast þegar ég útskýrði fyrir Hjördísi um helgina hvernig við Sólveig mössuðum 10 kílómetrana í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra. Fjandinn hafi það, önnur eins tilþrif hafa nú bara ekki sést fyrr eða síðar.
föstudagur, 9. maí 2008
það snjóar enn norðan heiða
Á eftir að skrifa eitt verkefni sem á að skila í dag en það verður létt og löðurmannlegt verk (hvað þýðir orðið löðurmaður?).
Ég er að skrifa um fjölskylduna mína og gera á þeim eigindlega mannfræðirannsókn. Þau hafa ekki hugmynd um það múahaha. En ég fékk þessa hugmynd þegar þau ákváðu að koma norður um páskana annað árið í röð. Það flugu póstar á milli í skipulagsferlinu og mikil tilhlökkun að sjálfsögðu. Það nefnilega rann upp fyrir mér að páskaskíðaferðir eru ekki nýjar af nálinni hjá þessari hrikalega stóru fjölskyldu. Þær voru bara lagðar niður um hríð en mínar sterkustu bernskuminningar eru tengdar páskum og Valsskála. Það var alltaf farið á skíði á víkingssvæðinu og svo haldnar kvöldvökur. Ég skil ekki ennþá hvernig foreldrar héldu sönsum í þessu brjálæði, en það voru skrilljón krakkar og bara eitt svefnloft, matsalur og arinstofa. En þetta var ótrúlega skemmtilegt eins og svo margt annað sem gert var í þessari biluðu fjölskyldu þegar ég var yngri. þau voru öll yngri þá líka svo það var kannski aðeins meiri kraftur í liðinu en þau eru að koma sterk til baka. Nú bíð ég bara spennt eftir því að áramótafjörið snúi aftur, vinir mínir öfunduðu mig mikið af partýstandi fjölskyldunnar á þeim árum þegar haldin var stórveisla á gamlárskvöld. Systkinin eru 8 og barnabörnin eru 16, allt þetta hrúgast á ótrúlega lítið svæði og allir ofan í öllum. Bara stuð!
Veturinn ætlar ekki að fara...verð að viðurkenna að mig er farið að lengja soldið eftir sumrinu, það snjóar í dag svo sumarið lætur bíða eftir sér.
fimmtudagur, 8. maí 2008
Fjúh!
jæja skiptir svo sem ekki máli, síðan ég sendi pdf skjalið í prentun og í skemmuna hef ég ekki getað setið kyrr. Ég ráfa bara eins og geðsjúklingur um alla íbúðina og sest í 5 sekúndur en þá stend ég aftur upp og ráfið tekur við á ný. Ég ákvað að blogga bara svo ég hefði eitthvað að gera því ég er satt best að segja farin að hafa áhyggjur af þessu geðsjúklingsráfi. Nú hef ég setið í nokkrar mínútur og er farið að syfja, það er svo sem ekkert skrýtið miðað við svefnmynstrið sem ég hef komið mér upp síðustu vikur.
Vá hvað ég er ánægð og mér er létt, ég var bara alls ekkert viss um að þetta myndi sleppa. Það gekk töluvert á til þess að ég næði að klára þetta og þó ég sé ekki fullkomlega ánægð með efnið þá er ég fegin að hafa klárað.
issss ég tala bara eins og þetta sé búið. Ég á eftir að fá eintökin úr prentun og leita uppi kennarann minn sem er eins og búálfur (hverfur þegar þú ferð að leita að honum) til þess að hann geti skrifað undir verkefnið mitt. jújú hann þarf að kvitta til staðfestingar um það að ritgerðin að hans dómi uppfylli kröfur til lokaverkefnis. kommonn! ef verkefnið mitt gerði það ekki á þessu stigi á að reka hann fyrir að hafa ekki stöðvað mig fyrr. Leiðbeinandi er með í öllu ferlinu og ef verkefnið uppfyllir ekki kröfurnar má að einhverju leiti kenna honum um, hann á allavega að benda á það einhvers staðar í ferlinu. Fullt af fólki er með leiðbeinanda sem er ekki einu sinn staddur á Akureyri, það þarf þá að senda honum standard blaðið sem hann á að kvitta á sem hann síðan faxar til Akureyrar og nemandi þarf að biðja prentstofuna um að troða þessu blaði inn á milli í ritgerðina því það þarf að vera með ritgerðinni. Ritgerðin fer í pdf skjali á prentstofuna. Finnst einhverjum öðrum en mér þetta vera óþarfa vesen?
Jeminn hvað ég vona að ég finni leiðbeinandann minn á morgun!
þriðjudagur, 6. maí 2008
úbs
Þú veist að það er árið 2008 ef.....
1. Þú ferð í partý og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á MinnSirkus .
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara á takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.
10. Þú virkilega leist tilbaka til að athuga hvort þar væri númer
fimm.
11. Svo hlærðu af heimsku þinni.
12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar. EF þú féllst fyrir þessu ...
nei annars án gríns þá er þessi listi fullyrðinga mjög lýsandi fyrir mitt líf síðustu vikurnar. ég hef sáralítið haft samskipti við fólk án þess að það sé á tölvutæku formi. Ég fékk nú heimsókn að sunnan um daginn jújú, en svo hringdi nanna í gær í gegnum skype og við töluðum um allt og ekkert í 3 klukkutíma. jú þið lásuð rétt ÞRJÁ klukkutíma eftir það rifjaðist upp fyrir mér að ég hef einungis átt samskipti við örfáa útvalda á meðan þessari törn stendur og maður lifandi hvað það verður bætt upp þegar ég skila. Passið ykkur bara!
Listinn góði hér að ofan er eins og ég sagði mjög kunnuglegur en það sem situr mest í mér eftir lestur hans er: hvað er þetta minn sirkus? er ég að missa af einhverju?